Fulltrúar á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París, COP21, hafa samþykkt textadrög sem sem menn vonast til að verði grundvöllur að nýju samkomulagi um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.
Ráðherrar munu fjalla um drögin, sem telja 48 blaðsíður, á mánudag, að því er fram kemur á vef BBC. Markmiðið er að komast að heildstæðu samkomulagi fyrir lok næstu viku.
Umhverfisráðherra Frakka segir að menn verði að yfirstíga stórar pólitískar hindranir eigi menn að komst í mark.
Fulltrúar frá 195 ríkjum unnu að gerð draganna í ráðstefnuhöllinni í Le Bourget í nótt, en Frakklandsforseti hafði gefið mönnum frest fram á hádegi í dag til að komast að sameiginlegri niðurstöðu.
Ráðherra munu nú fá drögin í hendur, en það verður hlutverk þeirra að taka pólitískar ákvarðnir eigi skjalið að umbreytast í samkomulag til langs tíma.