Þúsundir iPhone 6 síma „drepnir“

AFP

Þúsundir IPhone 6 notenda segjast sitja uppi með nær verðlausa síma í ljósi þess að nýjasta uppfærslan á stýrikerfi símanna, iOS 9, geri þá ónothæfa ef gert hefur verið við þá á óvottuðum aðila. Apple segir um öryggisráðstöfun að ræða í þágu viðskiptavina.

Þeir sem lenda í þessu fá upp villumeldinguna „Error 53“ en haft er eftir blaðamanni sem sérfróður er um farsíma í frétt breska dagblaðsins Guardian að í kjölfarið drepist síminn hreinlega. Þetta virðist gerast þegar gert hefur verið við svonefndan „Home“-takka saman á símunum en hann inniheldur fingrafaraskanna. Fólk hefur einnig lent í vandræðum vegna síma sem orðið hafa fyrir hnjaski en hægt hefur verið að nota áfram.

Fram kemur í fréttinni að það sem geri það að verkum að villumeldingin komi fram sé ekki viðgerðin eða hnjaskið heldur uppfærslan. Í kjölfarið verði meðal annars gögn á símunum, til að mynda myndir og myndbandsupptökur, óaðgengileg. Apple segir tilganginn að vernda gögn eigenda símanna þegar reynt er að nota þá án þess að notað sé rétt fingrafar eða reynt að komast hjá því að nota fingrafaraskannann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert