Hringferðinni lýkur á morgun

Sólarorkuvélin lendir í Kaíró í Egyptalandi.
Sólarorkuvélin lendir í Kaíró í Egyptalandi. AFP

Sólarknúna flugvélin Solar Impulse tók á loft frá Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í nótt og heldur nú til Abú Dabí í lokalegg hringferðar sinnar um heiminn.

Búist er við því að það taki flugvélina 48 klukkutíma að komast til Abú Dabí, en þar hóf hún einmitt hringferð sína í mars í fyrra.

Svissneski flugmaðurinn Bertrand Piccard verður við stjórnvölinn þessa síðustu flugleið.

Sol­ar Impul­se 2 lagði upp frá Abú Dabí í mars í fyrra, eins og áður sagði, og hef­ur ferðast nærri því þrjátíu þúsund kíló­metra. Til­gang­ur leiðang­urs­ins er að sýna fram á mögu­leika sól­ar­orku í flug­sam­göng­um, en þetta er fyrsta flugvélin sem hefur flogið í kringum hnöttinn án þess að nota eldsneyti, eingöngu sólarorku.

Ferðin frá Kaíró til Abú Dabí verður sautjándi og jafnframt síðasti leggur hringferðarinnar.

Piccard og vinur hans Andre Borschberg hafa skipst á að stýra vélinni.

Andre Borschberg og Bertrand Piccard.
Andre Borschberg og Bertrand Piccard. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert