Fyrsta barnið sem á „þrjá foreldra“ er fætt

Tæknifrjóvgunin er söguleg og talin geta nýst öðrum fjölskyldum í …
Tæknifrjóvgunin er söguleg og talin geta nýst öðrum fjölskyldum í framtíðinni. Myndin er úr safni. AFP

Fyrsta barnið sem ber erfðaefni þriggja manna, er fætt. Það voru banda­rísk­ir vís­inda­menn sem fram­kvæmdu aðgerðina. Vís­inda­tíma­ritið New Scient­ist greindi fyrst frá mál­inu í dag. 

Í frétt BBC um málið seg­ir að hinn fimm mánaða gamli Abra­him Hass­an sé með erfðaefni úr föður sín­um og móður en einnig að hluta úr þriðja aðila.

Tækni­frjóvg­un­in var gerð með þess­um ein­staka og sögu­lega hætti til að reyna að koma í veg fyr­ir að Abra­him litli myndi fá erfðasjúk­dóm sem móðir hans er arf­beri af.

Sér­fræðing­ar segja að þessi nýja aðferð marki tíma­mót í lækna­vís­ind­um og gæti orðið öðrum fjöl­skyld­um hjálp við að koma í veg fyr­ir að börn þeirra erfi hættu­lega og sjald­gæfa sjúk­dóma.

 Í frétt Tel­egraph um málið seg­ir að vís­inda­menn­irn­ir hafi farið til Mexí­kó til að fram­kvæma tækni­frjóvg­un­ina. Hún sé um­deild en nú lög­leg í Bretlandi eft­ir mikl­ar umræður má þing­inu.

For­eldr­ar Abra­hims hafa reynt að eign­ast barn í um tvo ára­tugi. Móðir hans, Ibti­sam Shaban, er arf­beri sjald­gæfs erfðasjúk­dóms sem kall­ast Leigh syndrome. Hann leggst á tauga­kerfið og er ban­vænn. 

Egg með erfðaefni tveggja

Tækni­frjóvg­un­in er í ein­földu máli sú að frumukjarni var tek­inn úr eggi móður­inn­ar og sett­ur inn í gjafa­egg sem kjarn­inn hafði einnig verið fjar­lægður úr. Eggið hef­ur því bæði erfðaefni móður­inn­ar og gjaf­ans. Eggið var svo frjóvgað með sæði úr föðurn­um. Fimm fóst­ur­vís­ar voru bún­ir til með þess­um hætti en aðeins einn þeirra þroskaðist eðli­lega. Sá var sett­ur í leg móður­inn­ar og níu mánuðum síðar kom Abra­him litli í heim­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka