Styrkur koltvísýrings nær nýjum hæðum

Losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur því að styrkur koltvísýrings í …
Losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur því að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið meiri í milljónir ára. AFP

Alþjóðaveður­fræðistofn­un­in seg­ir að styrk­ur kolt­ví­sýr­ings í loft­hjúpi jarðar hafi verið 400 millj­ón­ar­hlut­ar að meðaltali á síðasta ári. Það hef­ur áður gerst í ein­stök­um mánuðum á viss­um svæðum en aldrei að ársmeðaltali. Ekki hef­ur verið eins mikið af loft­teg­und­inni í loft­hjúpn­um í millj­ón­ir ára. 

Styrk­ur gróður­húsaloft­teg­und­ar­inn­ar kolt­ví­sýr­ings hef­ur stór­auk­ist und­an­farna ára­tugi vegna bruna manna á jarðefna­eldsneyti og veld­ur lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni. Alþjóðaveður­fræðistofn­un­in birti í dag nýj­ustu skýrslu sína um gróður­húsaloft­teg­und­ir og sagði að styrk­ur­inn hefði aft­ur náð met­hæðum á þessu ári.

Stofn­un­in spá­ir því að ársmeðaltalið verði yfir 400 millj­ón­ar­hlut­um „í marg­ar kyn­slóðir“.

Hluti af ástæðunni fyr­ir aukn­um styrk kolt­ví­sýr­ings var veður­fyr­ir­brigðið El niño. Það olli þurrki á sum­um hita­belt­is­svæðum og dró úr getu skóga og gróðurs til þess að taka upp kolt­ví­sýr­ing úr and­rúms­loft­inu.

Petteri Taalas, for­stöðumaður Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar, seg­ir að ekki sé ástæða til að sofa á verðinum þrátt fyr­ir að El niño hafi nú slotað.

„El niño er horf­inn. Lofts­lags­breyt­ing­ar eru það ekki,“ seg­ir Taalas.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert