Ekki ofurmáni heldur fullt tungl

Máninn verður fullur og fagur á mánudaginn.
Máninn verður fullur og fagur á mánudaginn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stærsta fulla tungl árs­ins 2016 verður næsta mánu­dag, 14. nóv­em­ber. Víða á net­inu hef­ur það verður nefnt „of­ur­máni“ vegna ná­lægðar sinn­ar við jörðina þenn­an dag. Þetta er ná­læg­asta fulla tungl í 68 ár og verður það þá 356.523 km í burtu frá miðju jarðar. Tunglið verður fullt klukk­an 13:52, tveim­ur og hálfri klukku­stund eft­ir að tunglið er næst jörðinni. 

„Þrátt fyr­ir að tunglið verði nær okk­ur á þess­um degi en það hef­ur verið er mun­ur­inn hins veg­ar ekki sjá­an­lega mik­ill á fullu tungli sem við sjá­um vana­lega og þessu sem verður á mánu­dag­inn. Ég get líkt þessu við að halda á 10 krónu pen­ingi í út­réttri hendi og færa svo hand­legg­inn um hálf­an sentí­metra. Vissu­lega er mun­ur en hann er svo lít­ill að við grein­um hann ekki endi­lega nema í sam­an­b­urði,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness og bæt­ir við: „Fólk á endi­lega að fara út og horfa á tunglið en það má ekki bú­ast við að sjá eitt­hvað risa­vaxið tungl. Ég myndi segja að það verði jafn fal­legt eins og alltaf.“ 

Hann vill ekki nota orðið „of­ur­máni“ held­ur hrein­lega fullt tungl. Hann seg­ir orðanotk­un­ina til þess fallna að vekja rang­hug­mynd­ir. „Þetta er svipað og að segja að 16 tommu pítsa sé of­urpítsa við hlið 15 tommu pítsu. Við mynd­um aldrei gera það,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

Hann bend­ir á að í hverj­um ein­asta mánuði er tunglið í svipaðri fjar­lægt frá okk­ur en fólk tek­ur ekki eins vel eft­ir tungl­inu og þegar það er til dæm­is hálft. 

Hann bend­ir einnig á að á hverju ári eru 3 til 5 full tungl sem eru svona ná­lægt jörðinni. 

Sæv­ar seg­ir að þegar fullt tungl er að rísa, virki það stærra við sjón­deild­ar­hring­inn en þegar það er komið á loft. Tunglið er hins veg­ar al­veg jafn stórt og þegar það er komið hátt á lofti. Það er heil­inn sem plat­ar okk­ur og læt­ur okk­ur halda að það sé stærra. „Fólk get­ur staðfest að um skyn­villu sé að ræða með því að standa á haus þegar það er að rísa en þá skrepp­ur það sam­an,“ seg­ir Sæv­ar. 

Sam­kvæmt lang­tíma­veður­spá viðrar vel til að horfa á tunglið á Aust­ur­landi og Vest­ur­landi. Rign­ingu er spáð á Suður­landi og á suðvest­ur­horni lands­ins. 

Hér má sjá um­fjöll­un Stjörnu­fræðivefs­ins um fulla tunglið á mánu­dag­inn. 

Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Sæv­ar Helgi Braga­son formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert