„Fallegur“ risaeðluhali fannst í rafi

Rafið hefur varðveitt fjöðrina vel. Hún er talin vera aum …
Rafið hefur varðveitt fjöðrina vel. Hún er talin vera aum 99 milljón ára gömul.

Hali af fiðraðri risaeðlu fannst vel varðveittur í rafi á markaði í Búrma. Vísindamenn segja fundinn einstakan og að halinn, sem er ekkert annað en fjöður, sé fallegur.

Í frétt BBC segir að fundurinn setji „kjöt á bein“ þessara útdauðu dýra og opni nýjan glugga inn í líffræði skepnanna sem gengu (og flugu) um jörðina fyrir meira en 160 milljónum ára.

Rannsóknir á halanum benda til að hann hafi verið kastaníubrúnn að ofan en hvítur og svartur að neðan. Sagt er frá fundinum og niðurstöðum rannsókna á honum í vísindatímaritinu Current Biology.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við finnum hluta úr risaeðlu varðveittan í rafi,“ segir Ryan McKellar, einn höfunda rannsóknargreinarinnar og starfsmaður Konunglega safnsins í Saskatchewan í Kanada. 

Lida Xing, sem einnig er höfundur greinarinnar, fann halann í rafinu á markaði í Búrma. Talið er að rafið sé um 99 milljón ára gamalt og hafði það þegar verið pússað og notað í skartgrip. Sá sem seldi gripinn taldi að um plöntuleifar væri að ræða. Eftir frekari rannsókn kom hins vegar í ljós að um var að ræða fjöður úr hala risaeðlu sem talin er hafa verið á stærð við spörfugl.

Lida Xing fór þegar á stúfana og hafði upp á námumanninum sem fann rafið. Þannig gat hún áttað sig á hvar fjöðrin var upprunninn og hvar risaeðlan hefur því líklega haldið til. Enn frekari rannsókn hefur svo leitt í ljós að fjöðrin er sannarlega af risaeðlu, ekki fornum fugli.

Frétt BBC

Frétt CNN.

Raf er steingerðtrjákvoða sem er stundum notuð í skartgripi. Raf er hálfgagnsætt gul- eða brúnleitt efni og rann úr barrtrjám í Eystrasaltslöndum fyrir ísöld. Flest raf er um 30-90 milljónáragamalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert