Yfir milljón ára gamalt fótspor af forvera mannsins fannst nýverið í Tansaníu. Það fannst á svipuðum slóðum og sambærilegt fótspor af mannveru af svipaðri tegund um 1970. Líklegt er talið að sporið tilheyri karlmanni því fótsporið er það stærsta sem fundist hefur. Fótsporið er talið gefa dýrmætar upplýsingar um þróun mannsins og einkum hvernig hann fór að ganga uppréttur. Greint var frá rannsókn á fótsporinu í tímaritinu eLife en BBC greinir frá.
Karlmaðurinn sem er líklega af tegundinni, Australopithecus afarensis, var á gangi í jarðvegi sem innihélt eldfjallaösku. Hann er talinn hafa verið á gangi með öðrum konum sem voru minni. Á sama stað fundust einnig fundust fleiri spor en þau eru meðal annars talin ver eftir gíraffa, nashyrning og forvera hestsins.