Ótrúlegur himnadans – myndband

Stari ber sig eftir góðgæti.
Stari ber sig eftir góðgæti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er ótrúleg sjón að sjá hóp stara á flugi. Þeir hreyfa sig sem einn og dansa á himni líkt og vindborinn myrkur svelgur. Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands nam starinn, eða starrinn, eins og hann er stundum kallaður, ekki land á Íslandi fyrr en á 20. öld en annars staðar í Evrópu er návist hans talin boða gleði og hamingju.

Hinn 12. desember sl. birti BBC Cymru Wales stórkostlegt myndband af hóp stara við Cosmeston-vötn í Vale of Glamorgan. Var það tekið kvöldið áður af Cat nokkrum Peters.

Dans fuglanna er mikilfenglegur að sjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert