Fræðimenn tímaritsins "Bulletin of the Atomic Scientists", BPA, í Chicago hafa fært mínútuvísi „dómsdagsklukkunnar“ fram um hálfa mínútu.
Ástæðuna segja þeir versnandi stöðu í öryggismálum, ásamt ummælum Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna.
Klukkuna vantar núna tvær og hálfa mínútu í miðnætti og hefur aðeins einu sinni verið nær miðnætti.
Yfirmaður BPA, Rachel Bronson, hvatti leiðtoga heimsins til að „draga úr frekar en að auka spennu sem gæti leitt til stríðs“.
Í skýrslu sinni segir BPA að ummæli Trumps um loftslagsmál, stækkun kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna og það að hann hefur dregið í efa hæfni leyniþjónusta, hefur allt valdið því að aukin hætta sé í heiminum.
Næst miðnætti komst „dómsdagsklukkan“ árið 1953 þegar hún var tveimur mínútum frá miðnætti. Ástæðan fyrir því voru tilraunir Rússa og Bandaríkjanna með vetnissprengjur.