Donkey Kong-tölvuspil og Sinclair Spectrum- og Commodore-tölvur eru bara nokkur dæmi um þá muni sem eru til sýnis á Tölvunördasafninu sem búið er að setja upp í fyrsta skipti á UT-messunni sem haldin er í Hörpu yfir helgina. Þar er að finna ótal muni sem margir hafa ekki séð síðan á níunda áratugnum.
mbl.is kom við í Hörpu í dag þar sem Yngvi Þór Jóhannsson er búinn að setja upp safnið en hann hefur safnað munum á það í gegnum Facebook á undanförnum mánuðum. Draumur hans er að safnið komist í gott húsnæði og verði öllum aðgengilegt.
UT-messan verður opin almenningi á morgun.