Mikill meirihluti hefur áhyggjur af loftslagsmálum

AFP

Tölu­verður meiri­hluti Íslend­inga hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni, eða um 70%. Aðeins tæp­lega 7% segj­ast hafa litl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en hart­nær fjórðung­ur er þar á milli. Þetta kem­ur fram í nýrri skoðana­könn­un sem Maskína hef­ur unnið.

Kon­ur hafa meiri áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en karl­ar. Á milli 73-74% kvenna segj­ast hafa mikl­ar áhyggj­ur á meðan um 66% karla segja það sama. Tölu­verður mun­ur var á svör­um eft­ir mennt­un. Þeir sem hafa lokið há­skóla­prófi hafa í meiri­hluta mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um, eða 73-82%, á meðan hátt í 46% af þeim sem hafa aðeins lokið grunn­skóla­prófi segj­ast hafa mikl­ar áhyggj­ur.

AFP

Kjós­end­ur flokk­anna hafa mis­jafn­ar skoðanir á lofts­lags­mál­um. Þeir sem hafa minnst­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni eru kjós­end­ur Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokks, en aðeins ríf­lega 50% kjós­enda þeirra flokka segj­ast hafa mikl­ar áhyggj­ur. Kjós­end­ur Pírata, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Vinstri grænna hafa all­ir svipað mikl­ar áhyggj­ur, en á milli 81-83% þeirra segj­ast hafa mikl­ar áhyggj­ur.

Einnig var spurt hversu lík­legt eða ólík­legt svar­end­ur teldu að lofts­lags­breyt­ing­ar væru til­komn­ar af manna­völd­um. Slétt 3% telja að það sé ólík­legt á meðan hátt í 87% telja það lík­legt.

Aft­ur var tölu­verður mun­ur á milli svar­enda eft­ir póli­tískri skoðun. Á bil­inu 67-70% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins telja það lík­legt að lofts­lags­breyt­ing­ar séu til­komn­ar af manna­völd­um á meðan 91-98% kjós­enda annarra flokka telja það lík­legt. Meðal ann­ars tel­ur eng­inn kjós­andi Bjartr­ar framtíðar og Vinstri grænna í úr­tak­inu að það sé ólík­legt að loft­lags­breyt­ing­ar séu af manna­völd­um.

Mjög ólík niðurstaða úr könn­un MMR

Svar­end­ur voru 782 tals­ins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhóp­ur fólks (e. panel) sem er dreg­inn með til­vilj­un úr Þjóðskrá og svar­ar á net­inu. Svar­end­ur eru af báðum kynj­um, alls staðar að af land­inu og á aldr­in­um 18-75 ára. Gögn­in eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og bú­setu sam­kvæmt Þjóðskrá og end­ur­spegla því þjóðina prýðilega. Könn­un­in fór fram dag­ana 27. janú­ar til 6. fe­brú­ar 2017.

AFP

Í skoðana­könn­un MMR frá því fyrr í mánuðinum ollu lofts­lags­breyt­ing­ar um 17% svar­enda áhyggj­um.

Sjá MMR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert