Hópur stjörnufræðinga hefur fundið sólkerfi sjö reikistjarna á stærð við jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna Trappist-1.
Greint er frá uppgötvuninni í nýjasta hefti tímaritsins Nature og sagt er frá á vefsíðu ESO. Jafnframt var tilkynnt um þetta á fundi bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA.
Trappist-1 er rauð dvergstjarna, aðeins 8% af massa sólar eða örlítið stærri en Júpíter, í 40 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Vatnsberanum. Stjarnan er aðeins tæplega 2.600°C heit, helmingi kaldari en sólin okkar, að því er kemur fram á vefnum Stjörnufraedi.is.
„Við höfum tekið mikilvægt skref í átt að því að finna líf þarna úti,“ sagði Amaury Triaud, vísindamaður við Cambridge-háskóla.
„Þangað til núna held ég að höfum ekki haft réttu pláneturnar til að geta fundið það,“ sagði hann. „Núna höfum við rétta viðmiðið.“