Snjallsíminn ekki góð barnfóstra

Dr. Catherine Steiner-Adair segir snjallsíma hafa örvandi áhrif og því …
Dr. Catherine Steiner-Adair segir snjallsíma hafa örvandi áhrif og því sé ekki rétt að láta börn fá þá við þau tilefni sem börnin þurfa að róa sig niður. Ljósmynd/Catherine Steiner-Adair

Tölu­vert er um að for­eldr­ar nýti spjald­tölv­ur og snjallsíma sem barn­fóstru til að hafa ofan af fyr­ir börn­um eða róa þau niður og jafn­vel dæmi um að börn­um sé rétt­ur snjallsími til að hafa ofan af fyr­ir þeim á meðan skipt er um bleyju. 

Banda­ríski sál­fræðing­ur­inn Cat­her­ine Steiner-Ada­ir, tel­ur slíka skjánotk­un hins veg­ar ekki af hinu góða. Steiner-Ada­ir var meðal fyr­ir­les­ara á ráðstefn­unni Börn, skjá­tími og þráðlaus ör­bylgju­geisl­un sem Fé­lag for­eldra leik­skóla­barna stóð fyr­ir á Hót­el Natura í gær. Bók henn­ar „The Big Disconn­ect: Protect­ing Child­hood and Family Relati­ons­hips in the Digital Age“ hef­ur hlotið mikið lof, en Steiner-Ada­ir sem flutti fyr­ir­lest­ur sinn í gegn­um Skype seg­ir mikla skjánotk­un þeirra kyn­slóða barna sem nú eru að vaxa úr grasi hindra þroska þeirra að mörgu leyti.

„Eitt af því mik­il­væg­asta sem við kenn­um börn­um okk­ar og sem við þurf­um að halda áfram að kenna þeim í gegn­um alla æsk­una er hæfn­in til að tak­ast á við von­brigði, að hugga sig sjálf og róa sig niður,“ seg­ir Steiner-Ada­ir. Þetta fel­ur að henn­ar sögn m.a. í sér að syngja með börn­um og spjalla við þau til að hafa ofan af fyr­ir þeim í röðinni við kass­ann í búðinni eða á langri öku­ferð. Hún seg­ir þessi sam­skipti vera mik­il­væg­an hluta af sam­bandi for­eldr­is og barns, enda eigi börn erfitt með að læra í skóla ef þau hafa ekki lært að þróa með sér þol­in­mæði og bíða þess að röðin komi að þeim.

Fá tæki sem örva í stað þess að læra að hugga sig sjálf

„Það sem við sjá­um nú hjá þess­ari kyn­slóð barna, sem fá snjallsíma eða spjald­tölvu í hend­ur til að hjálpa þeim að róa sig niður við hvert tæki­færi, er að í stað þess að þau læri að hugga sig sjálf eða róa sig niður fá þau í hend­urn­ar tæki sem örv­ar þau og börn elska allt sem örv­ar þau.“ Hún nefn­ir sem dæmi þegar börn­um er rétt­ur sím­inn á veit­ingastað, í röðinni við kass­ann og í bíl­ferðinni. „Fyr­ir vikið læra þau ekki að hafa stjórn á sér. Þau fara sömu­leiðis á mis við tengsl­in sem mynd­ast milli for­eldr­is og barns þegar verið er að syngja fyr­ir þau, lesa, tala, eða leika við þau í aðstæðum þar sem þau eru óró­leg.“

Steiner-Ada­ir kveðst vissu­lega skilja freist­ing­una sem felst í því að rétta barn­inu snjall­tækið, því viðbrögð barn­anna séu jafn­an þau að þagna sam­stund­is. Til lengri tíma sé slíkt hins veg­ar ekki gott fyr­ir barnið, auk þess sem of mik­il skjánotk­un get­i hindrað börn í að öðlast full­an þroska.

Það getur verið freistandi að láta barnið fá símann þegar …
Það get­ur verið freist­andi að láta barnið fá sím­ann þegar beðið er í langri röð við kass­ann í stór­markaðinum. Heppi­legra væri þó að nota tím­ann til að syngja með eða tala við barnið og þróa þannig með því þol­in­mæði. AFP

Breyt­ir sam­bandi for­eldr­is og barns 

„Þessi sta­f­rænu tæki eru á eina hönd­ina dá­sam­leg af því að þau gera okk­ur kleift að vera í sam­bandi við fólkið okk­ar all­an sól­ar­hring­inn. En á sama tíma eru þessi tæki virki­lega að reyna á sam­band okk­ar við börn okk­ar og breyta þeim,“ seg­ir Steiner-Ada­ir.

Ekki á til að mynda að leyfa börn­um tveggja ára og yngri að nota snjall­tæki til ann­ars en að vera í myndsíma­sam­bandi við fjöl­skyld­una að henn­ar mati. „Það er þó líka í lagi að lesa raf­bók með börn­um á þess­um aldri, en það er betra að nota venju­lega bók.“

Fyr­ir börn á aldr­in­um 3-5 ára má finna mörg góð mynd­bönd um dýra­ríkið og jafn­vel skemmti­lega leiki sem börn­in geta spilað. For­eldr­ar þurfa þó að vera mjög meðvitaðir um að velja ekki ávana­bind­andi leiki á borð við Can­dy Crush eða Ninja Fruit Fly sem eru mjög örv­andi fyr­ir börn.

Fylg­ist vel með skjánotk­un barna sinna

Steiner-Ada­ir mæl­ir með að for­eldr­ar fylg­ist vel með skjánotk­un barna sinna. „Ef börn­in eiga erfitt með að hætta í ipa­din­um eða sím­an­um er það merki um að for­eldr­ar eigi að draga úr tím­an­um sem þau nota í þessi tæki. Byrji börn­in síðan að kvarta eða væla og vilja vera við skjá­inn frek­ar en að gera nokkuð annað er ástæða til að hafa virki­lega var­ann á,“ seg­ir hún.

Fyr­ir 4-5 ára börn seg­ir hún síðan hægt að finna tölvu­leiki sem reyna á vits­muni barns­ins og fræðandi mynd­bönd, t.a.m. um líf barna í öðrum lönd­um.

For­eldr­ar þurfi hins veg­ar alltaf að vera meðvitaðir um að barnið sinni líka öðrum hlut­um. „Er barnið búið að fara út að leika sér í dag? Er það búið að lesa, eða er ég búin að lesa með barn­inu? Er barnið búið að leika sér með öðrum börn­um? Hjálpa til heima við? Sinna gælu­dýr­inu eða gera hvað það annað sem við vilj­um að börn­in okk­ar geri á hverj­um degi?“ spyr Steiner-Ada­ir og mæl­ir með að for­eldr­ar spyrji sig alltaf slíkra spurn­inga áður en samþykkt er að lengja skjá­tím­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert