Meirihluti mannkyns með farsíma

Fjöldi farsímanotenda í heiminum verður meiri en fimm milljarðar um mitt þetta ár gangi spár eftir.

Þetta kemur fram í frétt AFP þar sem vitnað er í skýrslu frá GSMA, alþjóðlegum samtökum farsímafyrirtækja, sem birt var í dag.

Fjöldi farsímanotenda var 4,8 milljarðar fyrir ári en búist er við að hann verði 5,7 milljarðar árið 2020, eða 3/4 mannkyns, samhliða vaxandi fólksfjölda í Asíu, þá einkum á Indlandi.

Um helmingur aukningarinnar verður í Asíu. Þar af 310 milljónir nýrra notenda á Indlandi á næstu þremur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert