Meirihluti mannkyns með farsíma

Fjöldi farsíma­not­enda í heim­in­um verður meiri en fimm millj­arðar um mitt þetta ár gangi spár eft­ir.

Þetta kem­ur fram í frétt AFP þar sem vitnað er í skýrslu frá GSMA, alþjóðleg­um sam­tök­um farsíma­fyr­ir­tækja, sem birt var í dag.

Fjöldi farsíma­not­enda var 4,8 millj­arðar fyr­ir ári en bú­ist er við að hann verði 5,7 millj­arðar árið 2020, eða 3/​4 mann­kyns, sam­hliða vax­andi fólks­fjölda í Asíu, þá einkum á Indlandi.

Um helm­ing­ur aukn­ing­ar­inn­ar verður í Asíu. Þar af 310 millj­ón­ir nýrra not­enda á Indlandi á næstu þrem­ur árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert