Ný tækni andlitsgreinir lemúra

LemurFaceID ber kennsl á einstaklinga með því að skrá auðkenni …
LemurFaceID ber kennsl á einstaklinga með því að skrá auðkenni á borð við líkamsstærð og -form, ör eða meiðsl á hverjum lemúr fyrir sig. Mynd/Wikipedia-noisytoy.net

Hópur vísindamanna hefur nú þróað tæknibúnað sem andlitsgreinir einstaka lemúra í villtri náttúru. Tæknin getur þannig greint hvaða lemúr um ræðir út frá líkamsstærð, -formi eða öðrum auðkennum. Vonast er til að með tækninni megi fylgjast betur með lífi villtra lemúra en dýrategundin er í mikilli útrýmingarhættu.

Á vefsíðu BBC kemur fram að LemurFaceID-tæknin sé afar nákvæm en hún var þróuð af lemúrasérfræðingum og tölvunarfræðingum. 

Hingað til hafa vísindamenn þurft að fanga og merkja villta lemúra til að fylgjast með þeim en haft er eftir Rachel Jacobs, líffræðilegum mannfræðingi við George Washington-háskólann, að hana og samstarfskonu hennar hafi langað til að finna betri aðferðir til slíkra rannsókna.

„Getan til að fylgjast stöðugt með einstaklingum yfir lengri tíma og að samþátta gögn frá fleiri en einni rannsókn eru dæmi um þær áskoranir sem við höfum þurft að takast á við þegar við rannsökum villt dýr. […] Við vorum ekki alveg nógu sáttar með þær leiðir sem hafa verið farnar í lemúrarannsóknum svo okkur langaði að gera eitthvað nýtt og öðruvísi […] og leituðum því eftir aðstoð frá tölvunarfræðingunum sem unnu með okkur.“

LemurFaceID ber kennsl á einstaklinga með því að skrá auðkenni á borð við líkamsstærð og -form eða einkennandi ör eða meiðsl á hverjum lemúr fyrir sig og að sögn Jacobs væri hægt að þróa tæknina fyrir aðrar dýrategundir á borð við rauðar pöndur eða önnur bjarndýr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert