Vélmenni afhendir mat

Vélmennið keyrir um og afhendir mat.
Vélmennið keyrir um og afhendir mat. AFP

Vél­menni af­greiðir matarpant­an­ir í San Francisco. Það nær að leysa verk­efnið með hjálp mynda­véla og hljóðbylgja til að finna út rétta staðsetn­ingu. Tæknifyr­ir­tækið Mar­ble hannaði vél­mennið. BBC grein­ir frá.  

Hægt er að fá heimsend­an mat frá vél­menn­inu með því að panta í gegn­um appið Yelp Eat24. Stefnt er að því að vél­mennið geti af­hent mat­vöru, böggla og ann­an varn­ing í framtíðinni. 

Önnur fyr­ir­tæki hófu að bjóða upp á sömu þjón­ustu fyrr á þessu ári í borg­un­um Washingt­on DC, Redwood City og Kali­forn­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert