Gengið fyrir vísindin

mbl.is/Magnús Kristinsson

Vísindagangan (e. March for Science) fór fram í Reykjavík í dag í tilefni Dags Jarðar sem er á morgun. Markmið göngunnar er að sýna vísindafólki samstöðu og um leið fagna vísindum sem mikilvægri stoð í lýðræðislegu samfélagi. Fólk kom saman á Skólavörðuholti hjá styttu Leifs Eiríkssonar og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti, eftir Austurstræti, yfir Austurvöll og að Iðnó.   

Að göngunni lokinni var efnt til fundar í Iðnó þar sem rætt verður um þá hættu sem steðjar að vísindastarfi og vísindafólki. Framsögumenn voru: Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston University, Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga, fer með fundarstjórn. 

Fjölmargir tóku þátt í Vísindagöngunni í dag í tilefni Dags …
Fjölmargir tóku þátt í Vísindagöngunni í dag í tilefni Dags Jarðar sem er á morgun. mbl.is/Magnús Kristinsson

Þetta kemur í tilkynningu frá Ernu Magnúsdóttur, sem er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og forseti Vísindafélags Íslendinga, en Erna kom að því að skipuleggja gönguna hér á landi.

Í tilkynningunni segir enn fremur, að hugmyndin að Vísindagöngunni hafi kviknað meðal vísindafólks og áhugafólks um vísindi í Bandaríkjunum í lok janúar en einnig verður gengið til stuðnings vísindum í Washington D.C. í dag. Hugmyndin barst um heiminn og til varð alþjóðahreyfing sem standa mun fyrir sams konar göngum víða um lönd. Hér á landi standa vísindamenn og áhugafólk um vísindi fyrir göngunni. 

mbl.is/Magnús Kristinsson

Markmið hreyfingarinnar er meðal annars að vekja athygli á vísindum sem einni af meginstoðum lýðræðislegs samfélags sem þjónar sameiginlegum hagsmunum þjóða og stuðlar m.a. að upplýstum ákvörðunum í þágu almennings. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá segir í tilkynningunni, að vísindagangan fari fram í skugga þeirra breytinga sem hafi orðið á umhverfi vísindamanna og vísindalegrar afstöðu við ákvarðanatöku í Bandaríkjunum frá því stjórn Donald Trump tók við þar í landi í janúar. Stefnumörkun nýrra valdhafa muni hafa víðtæk áhrif um allan heim og takmarka möguleika vísindamanna til þess að stunda rannsóknir og miðla þekkingu sinni og uppgötvunum. Því horfumst við í augu við mögulega framtíð þar sem fólk virðir ekki einungis vísindalega þekkingu að vettugi heldur reynir að útiloka hana algerlega. 

mbl.is/Magnús Kristinsson

„Vísindin eiga víðar undir högg að sækja en í Bandaríkjunum. Hér á landi liggur fyrir fjármálaáætlun á vegum ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem gerir ráð fyrir að háskólakerfið verði áfram fjársvelt og niðurskurði á samkeppnissjóðum á næsta ári. Þá hefur fjölda fræði- og vísindamanna verið sagt upp störfum í opinberum háskólum í Danmörku.“

mbl.is/Magnús Kristinsson


„Í Vísindagöngunni er einnig ætlunin að fagna vísindunum, því hlutverki sem þau hafa í lífi okkar allra og undirstrika nauðsyn þess að virða og hvetja til rannsókna sem stuðla að auknum skilningi okkar á heiminum. Því þurfum við að standa vörð um vísindin.“

mbl.is/Magnús Kristinsson
mbl.is/Magnús Kristinsson
mbl.is/Magnús Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert