Teikniforritið Paint sem fylgt hefur Windows-stýrikerfinu síðan 1985 hverfur í næstu uppfærslu á Windows 10 sem kallast „Autumn“ eða „Haust“. Frá greinir The Guardian.
Í Windows 10 var kynnt til sögunnar Paint 3D, öllu nútímalegra tækniforrit en upphaflega Paint, en stýrkerfið innihélt þó einnig hefðbundna teikniforritið sem var meðal fyrstu tölvuteikniforrita í heiminum.
Í uppfærslunni munu einnig hverfa Outlook Express, Reading App og Reading List að því er segir í frétt Guardian.