Bandaríska fyrirtækið Three Square Market hyggst verða fyrst bandarískra fyrirtækja til að örmerkja starfsmenn sína.
Three Square Market ætlar að bjóða starfsmönnum sínum að koma örsmárri örflögu, svonefndri RFID-flögu sem nemur útvarpsbylgjur, fyrir í handlegg starfmanna ókeypis. Flagan er á stærð við hrísgrjón og kostar um 300 dollara, eða rúmar 30.000 krónur, mun gera starfsmönnum kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvukerfi og jafnvel kaupa í matinn.
Fyrirtækið, sem er í hugbúnaðarþjónustu, segir að brátt muni allir vilja fá sína eigin örflögu.
„Alþjóðamarkaðurinn er galopinn og við teljum að framtíðarstefna markaðarins muni ráðast af því hverjir ná tökum á henni fyrst,“ sagði Patrick McMullan hjá Three Square Market.
BBC segir 50 starfsmenn þegar vera búna að skrá sig.