Ætla að örmerkja starfsfólkið

Örflagan er á stærð við hrísgrjón og mun gera kleift …
Örflagan er á stærð við hrísgrjón og mun gera kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvukerfi og jafnvel kaupa í matinn. AFP

Banda­ríska fyr­ir­tækið Three Square Mar­ket hyggst verða fyrst banda­rískra fyr­ir­tækja til að ör­merkja starfs­menn sína.

Three Square Mar­ket ætl­ar að bjóða starfs­mönn­um sín­um að koma ör­smárri ör­flögu, svo­nefndri RFID-flögu sem nem­ur út­varps­bylgj­ur, fyr­ir í hand­legg starf­manna ókeyp­is. Flag­an er á stærð við hrís­grjón og kost­ar um 300 doll­ara, eða rúm­ar 30.000 krón­ur, mun gera starfs­mönn­um kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvu­kerfi og jafn­vel kaupa í mat­inn.

Fyr­ir­tækið, sem er í hug­búnaðarþjón­ustu, seg­ir að brátt muni all­ir vilja fá sína eig­in ör­flögu.

„Alþjóðamarkaður­inn er gal­op­inn og við telj­um að framtíðar­stefna markaðar­ins muni ráðast af því hverj­ir ná tök­um á henni fyrst,“ sagði Pat­rick McMull­an hjá Three Square Mar­ket.

BBC seg­ir 50 starfs­menn þegar vera búna að skrá sig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert