Ísland marki stefnu til lengri tíma

Bæta þarf innviði til þess að mæta þróun bílgeirans.
Bæta þarf innviði til þess að mæta þróun bílgeirans.

Nú er lag fyrir Íslendinga að skipta yfir í græna orku. Þetta er mat Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, en hann á von á mikilli fjölgun rafbíla hér á landi á næstu árum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann tækifærin m.a. felast í því að aldur bílaflotans sé hár. Grundvallaratriði sé þó að stjórnvöld móti skýra stefnu til framtíðar.

„Við þurfum að hugsa aðeins lengra en til næsta árs. Það er nokkuð sem við verðum að læra af þjóðunum í kringum okkur,“ segir Runólfur, en stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa á síðustu vikum gefið út að sala á bensín- og dísilbílum verði bönnuð frá og með árinu 2040.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert