Loftslagsbreytingar herja á Ástralíu

Aldrei áður hefur veturinn verið jafnheitur í Ástralíu og hann …
Aldrei áður hefur veturinn verið jafnheitur í Ástralíu og hann var í ár. AFP

Aldrei áður hefur veturinn verið jafnhlýr í Ástralíu og nú og segir veðurstofa landsins að hlýtt veðurfar undanfarin misseri megi að miklu leyti rekja til loftslagsbreytinga.

Ekki er nóg með að töluvert hlýrra hafi verið yfir vetrarmánuðina þrjá heldur er úrkoman mun minni en venjan er að vetrarlagi. Ekki hefur rignt jafnlítið og nú síðan árið 2002.

Einn helsti loftslagssérfræðingur Veðurstofu Ástralíu, Blair Trewin, segir að væntanlega megi rekja hlýindin til gróðurhúsaáhrifa en 19 af 20 síðustu vetrum hafa verið mjög hlýir í Ástralíu og í raun töluvert yfir meðallagi.

Síðasta sumar var óvenjuheitt í Ástralíu en yfir 200 veðurmet voru slegin síðasta sumar sem einkenndist af hitabylgjum, kjarreldum og flóðum á tímabilinu desember 2016 til febrúar 2017. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert