Sekir um vísindalegt misferli

Ljósmynd frá barkaígræðslunni.
Ljósmynd frá barkaígræðslunni. Karolinska Institut

Sænska siðanefndin Centrala etikprövningsnämnden hefur komist að þeirri niðurstöðu að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini og meðhöfundar hans að vísindagreinum um plastbarkaígræðslur í menn hafi gerst sekir um vísindalegt misferli við greinaskrifin.

Siðanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að í sex fræðigreinum Macchiarinis hafi hann fegrað ástand sjúklinga sinna. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson voru meðhöfundar greinar um rannsókn á Andemariam Beyene, Eritríumanni sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. 

Í næstu viku verða kynntar niðurstöður óháðrar rannsóknarnefndar Háskóla Íslands og Landspítala um plastbarkamálið. Í nefndinni sitja Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður í Kanada, og María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum í Noregi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert