Óvenjulegt veður til marks um breytingar

Sólsetur í Moskvu. Reykjarmekki ber við himin.
Sólsetur í Moskvu. Reykjarmekki ber við himin. AFP

Árið 2017 verður mjög líklega á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Þetta sýna tölur Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem birtar voru í dag. Segir stofnunin að árið verði líklega það hlýjasta án veðurfyrirbærisins El Niño.

Í skýrslu sem fylgir niðurstöðum rannsóknanna segja vísindamenn að langtímaþróun hlýnunar, sem drifin sé áfram af gjörðum mannsins, haldi samkvæmt þessu áfram án afláts.

Mörg þau óvenjulegu veður sem gert hafi á árinu séu þá til marks um loftslagsbreytingar, eða hnattræna hlýnun, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

Skýrslan kemur fast á hæla annarrar skýrslu sem birt var í síðustu viku, þar sem fram kom að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hefði aldrei verið meira frá upphafi mælinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert