Rífast um ábyrgð á „plasteyjunni“

Ruslið flýtur um við paradísareyju í Karíbahafinu.
Ruslið flýtur um við paradísareyju í Karíbahafinu. Ljósmynd/Caroline Power

Stjórn­völd í Hond­úras kenna Gvatemala um að hafa valdið um­hverf­is­legu stór­slysi eft­ir að mynd­ir voru birt­ar af gríðarlegu magni af plasti fljót­andi í sjón­um um­hverf­is eyju í Karíbahafi. 

Leon­ar­do Serrano, borg­ar­stjóri bæj­ar­ins Omoa í Hond­úras, seg­ir að yf­ir­völd í borg­um og bæj­um í Gvatemala hendi rusli sínu í á sem renni svo til sjáv­ar og myndi hina fljót­andi plasteyju sem svo hef­ur verið kölluð.

Sumt af þessu rusli rek­ur svo á fjör­ur við Omoa. Bæj­ar­stjór­inn seg­ir aug­ljóst að það megi rekja til ná­granna­rík­is­ins. „Þetta er al­gjört um­hverf­is­slys,“ seg­ir hann í sam­tali við Sky-sjón­varps­stöðina. 

Ljós­mynd­ari Carol­ine Power birti mynd­ir í októ­ber af gríðarlegu magni plasts við strend­ur eyj­unn­ar Roat­an þar sem hún býr. Á mynd­un­um má sjá að plasteyj­an sam­an­stend­ur af plast­flösk­um og hnífa­pör­um og disk­um úr plasti og fleiru í þeim dúr. 

Power seg­ir að Gvatemala eigi ekki eitt sök­ina. Ekki sé með fullu vitað hvaðan allt ruslið kem­ur. Hún seg­ir þó lík­legt að það fljóti til sjáv­ar með ám sem renni bæði í gegn­um Gvatemala og Hond­úras. En það segi ekki alla sög­una. Hluti þess komi ann­ars staðar frá. „Sumt af þessu plasti hef­ur lík­lega verið á floti í sjón­um í fleiri ár.“

Líf­fræðing­ur­inn Mancy Calix seg­ir í sam­tali við Sky að plastið brotni upp í fín­ar flög­ur með tím­an­um sem sökkvi til botns og eyðileggi kór­alrif­in sem þar er að finna. Hún seg­ir að plast valdi dauða fiska og risa­skjald­baka, leif­ar af því hafi fund­ist í melt­ing­ar­vegi dýr­anna. 

Um­hverf­is­ráðherra Gvatemala lofaði í vik­unni að láta reisa sorpeyðing­ar­stöð við Motagua-ánna sem renn­ur meðfram landa­mær­un­um að Hond­úras. 

Sam­einuðu þjóðirn­ar segja að í það minnsta 6,4 millj­ón­ir tonna af rusli endi í sjón­um ár hvert. Um 70% þess fell­ur til botns, um 15% flýt­ur um og af­gang­inn skol­ar upp á strend­ur landa jarðar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka