Arður tæknibyltingar skili sér sanngjarnt

Ægir Már Þórisson er forstjóri Advania.
Ægir Már Þórisson er forstjóri Advania. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sú til­hneig­ing er rík að of­meta áhrif tækni­breyt­inga til næstu tveggja ára en van­meta þau áhrif sem kom fram á næsta ára­tug. Fjórða iðnbylt­ing­in þar sem tækni­búnaður sem bæði nem­ur, skil­ur og fram­kvæm­ir er haf­in og breyt­ir lífi okk­ar án þess að við verðum þess hrein­lega vör. Fróðasta fólk spá­ir meiri tækni­breyt­ing­um á næstu fimm árum en orðið hafa á síðustu tutt­ugu,“ seg­ir Ægir Már Þóris­son, for­stjóri Advania á Íslandi.

Hjá Advania, sem er stærsta upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæki lands­ins, er náið fylgst með ýms­um þeim nýj­ung­um í tölvu­tækni sem telja má til fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar. Hefðbund­in af­greiðslu­störf munu breyt­ast hratt á næstu árum, ekki endi­lega leggj­ast af en klár­lega breyt­ast. Inn­an tíðar, seg­ir Ægir Már, get­um við reiknað með að komn­ir verði sjálfsaf­greiðslu­kass­ar í mat­vöru­versl­un­um þar sem viðskipta­vin­ir renna strika­merkt­um vör­un­um fram hjá geisl­an­um, leggja greiðslu­kortið að skynj­ara og málið dautt! 

Fé­lagslæsi og for­vitni

„Í skól­un­um þarf því að leggja rækt við eig­in­leika eins og for­vitni, fé­lagslæsi, grein­ing­ar­hæfni og lagni í sam­skipt­um. Það er lyk­il­atriði til að þríf­ast á vinnu­markaði, þar sem vél­ar og gervi­greind munu í vax­andi mæli skapa verðmæt­in og maður­inn kem­ur ekki alltaf nærri. Vinnu­tími verður skemmri og skyld­ur öðru­vísi en nú er. Það er úr þess­um jarðvegi sem til dæm­is hug­mynd­ir manna um borg­ara­laun eru sprottn­ar; pæl­ing­ar sem mörg­um þykir gagn­rýn­is­verð fjar­stæða. Staðreynd­in er samt önn­ur og nú standa hag­fræðing­ar og stjórn­mála­menn and­spæn­is því að finna lausn­ir svo arður­inn af nýrri tækni­bylt­ingu skili sér af sann­girni til allra.“

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert