Vísindamenn hafa birt magnað myndskeið af Grænlandi án ísbreiðunnar. Um er að ræða mynd byggða á rannsóknargögnum unnum á löngum tíma sem sýnir stöðu og lögun Grænlands, berggrunn þess og hafið í kring.
Með þessu móti er hægt að sjá og skilja hvað gæti gerst á þessari stóru eyju með hlýnun jarðar. Ef allur ís Grænlands bráðnar hækkar yfirborð sjávar um 7,42 metra, segir í frétt BBC.