Þúsundir fylgdust með bláum ofurmána

Blár ofurmáni rís yfir Mandalay borg í Búrma í dag.
Blár ofurmáni rís yfir Mandalay borg í Búrma í dag. AFP

Áhugafólk um stjörnuskoðun í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Rússlandi, Indlandi og Ástralíu gafst kostur í dag að verða vitni af svokölluðum bláum ofurmána. Um er að ræða hefðbundið fullt tungl, en þar sem þetta er í annað fulla tunglið í janúar er talað um blátt tungl.

Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að liturinn sé ekkert öðruvísi en venjulega, þó svo að tunglið kallist blátt. „Þegar tvö full tungl verða í einum og sama mánuði er seinna fulla tunglið kallað blátt tungl,“ segir í frétt á vefnum. Tunglið eru kallað ofurmáni þar sem fulla tunglið er nálægt því að vera næst jörðu.

Blái ofurmáninn náði hámarki klukkan 13:27 að íslenskum tíma í dag og því fylgdi tunglmyrkvi þar sem tunglið gekk inn í skugga jarðarinnar og myrkvaðist að fullu. Það sást þó ekki hér á landi þar sem tunglmyrkvi sést einungis frá næturhlið Jarðarinnar.

Þegar tvö full tungl verða í sama mánuði er talað …
Þegar tvö full tungl verða í sama mánuði er talað um seinna tunglið sem bláan ofurmána. Það er hins vegar lítið um bláan lit, en tunglið hefur einnig verið kallað „blóðrauður ofurmáni,“ sökum koparlitsins. AFP

Íbúar á vesturströnd Bandaríkjanna létu tækifærið ekki framhjá sér fara og söfnuðust þúsundir saman fyrir utan Griffith stjórnarathugunarstöðina í Los Angeles klukkan 3:30 í nótt að staðartíma til að berja bláa ofurmánann augum. Margir höfðu sjónauka meðferðis til að fylgjast með herlegheitunum. Stöðin var síðar opnuð um nóttina og fylgdust um tvöþúsund manns með tunglmyrkvanum.

Þá safnaðist fólk einnig saman í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, til að fylgjast með bláa ofurmánanum. 

Fjölmenni kom saman í Jakarta í Indónesía til að fylgjast …
Fjölmenni kom saman í Jakarta í Indónesía til að fylgjast með bláa ofurmánanum og tunglmyrkvanum. AFP

Það þýðir lítið að svekkja sig á að hafa misst af tunglmyrkvanum, því næst verður almyrkvi á tungli sýnilegur frá Íslandi aðfaranótt 21. janúar árið 2019. Við þurfum því bara að bíða í rétt tæplega ár.

Blár ofurmáni á himni 31. janúar 2018.
Blár ofurmáni á himni 31. janúar 2018. AFP
Kíkirinn kom sér án efa vel.
Kíkirinn kom sér án efa vel. AFP
Ofurmáninn sást vel í Griffith Park í Los Angeles.
Ofurmáninn sást vel í Griffith Park í Los Angeles. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert