Hertar reglur um rafrettur

Óheimilt verður að selja áfyllingar með nikótínvökva sem inniheldur meira …
Óheimilt verður að selja áfyllingar með nikótínvökva sem inniheldur meira nikótín en sem nemur 20 mg/ml, áfyllingarnar mega ekki rúma meira en 10 ml af vökva og óheimilt verður að selja einnota hylki til áfyllingar sem rúma meira en 2 ml af vökva.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra mun leggja fram á Alþingi frum­varp til laga um rafrett­ur sem fel­ur í sér heild­stæðar regl­ur um inn­flutn­ing, sölu og markaðssetn­ingu á rafrett­um og áfyll­ing­um fyr­ir þær, auk ákvæða um eft­ir­lit og skorður við notk­un þeirra. Ráðherra kynnti frum­varpið á fundi rík­is­stjórn­ar í liðinni viku.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá vel­ferðarráðuneyt­inu, að frum­varpið sé liður í inn­leiðingu 20. grein­ar Evr­ópu­til­skip­un­ar (2014/​40/​ESB) sem fjalli um sam­ræm­ingu lög­gjaf­ar aðild­ar­ríkj­anna um fram­leiðslu, kynn­ingu og sölu á tób­aki og tengd­um vör­um. Með frum­varp­inu er lagt til að sam­bæri­leg­ar regl­ur gildi um notk­un rafsíga­rettna og um notk­un reyktób­aks og einnig um markaðssetn­ingu og ald­urs­mörk. 

„Óheim­ilt verður að selja áfyll­ing­ar með nikótón­vökva sem inni­held­ur meira nikó­tín en nem­ur 20 mg/​ml, áfyll­ing­arn­ar mega ekki rúma meira en 10 ml af vökva og óheim­ilt verður að selja einnota hylki til áfyll­ing­ar sem rúma meira en 2 ml af vökva. Þess­ar tak­mark­an­ir eru í sam­ræmi við fyrr­nefnda Evr­ópu­til­skip­un. Enn frem­ur er lagt til að óheim­ilt verði að flytja inn, fram­leiða eða selja áfyll­ing­ar sem inni­halda til­tek­in efni, svo sem víta­mín, koff­ín, tárín og fleiri efni,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Enn frem­ur seg­ir, að Neyt­enda­stofu verði falið að sinna markaðseft­ir­liti með rafrett­um og áfyll­ing­um sam­kvæmt frum­varp­inu. Miðað sé við að fram­leiðend­um og inn­flytj­end­um rafsíga­rettna og áfyll­ingaríláta, sem þeir hyggj­ast setja á markað hér á landi, verði skylt að senda Neyt­enda­stofu til­kynn­ingu um slíkt 6 mánuðum áður en fyr­ir­hugað er að var­an fari á markað. 

Tekið er fram, að frum­varp þessa efn­is hafi verið lagt fram á 146. þingi en hlaut ekki end­an­lega um­fjöll­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert