Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur beðist afsökunar á gagnalekanum sem varð hjá fyrirtækinu í heilsíðuauglýsingum í nánast öllum dagblöðum Bretlands í dag.
„Það er á okkar ábyrgð að vernda upplýsingarnar um ykkur. Ef við getum það ekki eigum við ekki skilið að gera það,“ sagði í auglýsingunum.
„Trúnaðarbrestur átti sér stað og ég biðst afsökunar á því að við gerðum ekki meira. Núna ætlum við að sjá til þess að þetta gerist aldrei aftur.“
Full page apology from the @facebook boss in many British newspapers today #cambridgeanalytica pic.twitter.com/z6EG5u6Pgw
— Joe Lynam BBC (@BBC_Joe_Lynam) March 25, 2018