Biðst afsökunar í heilsíðuauglýsingum

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur beðist afsökunar á gagnalekanum sem varð hjá fyrirtækinu í heilsíðuauglýsingum í nánast öllum dagblöðum Bretlands í dag.

„Það er á okkar ábyrgð að vernda upplýsingarnar um ykkur. Ef við getum það ekki eigum við ekki skilið að gera það,“ sagði í auglýsingunum.

„Trúnaðarbrestur átti sér stað og ég biðst afsökunar á því að við gerðum ekki meira. Núna ætlum við að sjá til þess að þetta gerist aldrei aftur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert