Gagnrýnir spjaldtölvuvæðingu skóla

00:00
00:00

„Skjá­tími barna og ung­linga er þegar orðinn lang­ur, þannig að þegar spjald­tölvu­væðing­in í skól­an­um kem­ur ofan á, þá verður hann enn lengri,“ seg­ir Björn Hjálm­ars­son barna- og ung­linga­geðlækn­ir hjá Barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans. Hann hvet­ur yf­ir­völd til að draga úr notk­un á spjald­tölv­um í námi á meðan gagn þess er óþekkt.

Á und­an­förn­um árum hef­ur spjald­tölvu­væðing í skóla­kerf­inu verið áber­andi. Víða eru spjald­tölv­ur notaðar við nám og kennslu og hef­ur Kópa­vog­ur t.a.m. lagt áherslu á spjald­tölvu­væðingu í skól­un­um.

Björn hef­ur tjáð sig um af­leiðing­ar sem tölvu- og snjall­tækja­notk­un hef­ur haft fyr­ir börn og ung­linga en þau áhrif eru sí­fellt að koma bet­ur í ljós á deild­inni og þau börn sem koma þangað inn eiga mjög gjarn­an í erfiðleik­um með snjall­tækja­notk­un sína.

„Ég hef heyrt á mörg­um for­eldr­um að það að börn­in þeirra komi með spjald­tölv­ur heim, þá geti verið erfitt að hafa stjórn á þeirri notk­un. Því börn­un­um finnst eins og að þau séu með grænt ljós frá skól­an­um til að nota þau eins og þeim sýn­ist,“ seg­ir Björn í sam­tali við mbl.is og hægt er að sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert