Ensím sem étur upp plast

00:00
00:00

Vís­inda­menn telja sig hafa náð að bæta nátt­úru­legt ensím með þeim hætti að það get­ur „melt“ – ef svo má segja – hluta þess plastúr­gangs sem til fell­ur í sam­fé­lagi manna.

Hið sterka plast sem notað er m.a. í plast­flösk­ur er kallað PET og er hundruð ára að brotna niður í nátt­úr­unni. Hið breytta ensím kalla vís­inda­menn­irn­ir PETa­se og segja þeir að efnið geti hafið niður­brot plasts á inn­an við nokkr­um dög­um. Það gæti flýtt niður­brots­ferl­inu með þeim hætti að hægt yrði að end­ur­nýta plastið í meira mæli en nú er gert.

Í frétt BBC um málið er rifjað upp að í Bretlandi eru keypt­ir um 13 millj­arðar af drykkj­um í plast­umbúðum ár hvert en yfir þrír millj­arðar þeirra eru ekki end­urunn­ir.

Hið breytta ensím á upp­runa sinn að rekja til rann­sókn­ar­stofu í Jap­an. Ensím­in eru gerð úr bakt­erí­um sem geta „étið“ PET-plastið, eins og það er orðað í frétt BBC.

Hér má lesa ít­ar­lega frétt BBC um málið og hér má lesa frétt CNN um málið.

Plastflöskur eru stórt vandamál í heiminum. Þær eru notaðar undir …
Plast­flösk­ur eru stórt vanda­mál í heim­in­um. Þær eru notaðar und­ir drykki í stór­um stíl en plastið er hundruð ára að brotna niður. Það gæti mögu­lega breyst. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert