90% mannkyns andar sér menguðu lofti

Flest dauðsföllin má rekja til loftmengunar í Asíu og Afríku.
Flest dauðsföllin má rekja til loftmengunar í Asíu og Afríku. AFP

Yfir 90 prósent mannkyns andar að sér mikið menguðu lofti á hverjum degi og slæm loftgæði eru talin valda um sjö milljónum dauðsfalla á ári hverju. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). AFP-fréttastofan greinir frá.

Ný rannsókn sýnir fram á að nánast öll lönd heimsins glími við loftmengun þó vandinn sé langmestur í fátækari löndum.

„Loftmengun ógnar okkur öllum, en jaðarsett fólk sem býr við mikla fátækt ber mestu byrðarnar,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, í yfirlýsingu.

Niðurstöður rannsóknarinnar, þar sem skoðað var magn hættulegra efna í lofti bæði utanhúss og innanhúss, sýna fram á að um sjö milljónir manna deyja árlega eftir að hafa andað sér fíngerðum ögnum úr menguðu lofti. Yfir 90 prósent dauðsfallanna má tengja við loftmengun í fátækari löndum í Asíu og Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert