Tesla til Íslands?

Tesla Model 3 fór í raðsmíði á síðasta ári.
Tesla Model 3 fór í raðsmíði á síðasta ári.

Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ætla að flýta fyrir opnun þjónustustöðvar Teslabíla á Íslandi. Þetta kemur fram á Twitter.

Jóhann G. Ólafsson heldur úti Twitter-síðu fyrir rafbíl af gerðinni Tesla undir heitinu Teslabíll á Íslandi (@ATeslaInICEland). Jóhann er ötull talsmaður rafvæðingu bílaflotans ásamt konu sinni, en þau halda úti Twitter-síðunni @bensinlaus.

Á síðu Tesla-bílsins tísti Jóhann að á Íslandi seldust fleiri rafbílar í fyrra en í Danmörku og Finnlandi. Spurði hann svo Elon Musk, eigenda Tesla, hvað þurfi til að Tesla opni þjónustustöð á Íslandi.

Musk svarar þessari gagnrýni á Twitter með því að biðjast afsökunar á töfunum, þakka fyrir ábendinguna og segist ætla að ganga í málið. Nokkuð óvænt ákveður þingmaður Pírata, Smári McCarthy, að taka þátt í Twitter-samskiptunum, og tístir til Musk að hann geti boðið pólitíska aðstoð við opnun slíkrar stöðvar ef þess er þörf.

Ekki náðist í Smára við vinnslu fréttarinnar og því óljóst með hvaða hætti hann hyggst aðstoða Musk.

Í apríl á þessu ári voru 2.067 rafbílar og 4.078 tengil-tvinnbílar skráðir á Íslandi. en í apríl 2017 voru skráðir 1.280 rafbílar og 1.210 tengil-tvinnbílar á Íslandi. Rafbílum á Íslandi hefur því fjölgað gífurlega á skömmum tíma.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert