IBM þróar vél sem rökræðir við fólk

IBM er brautryðjandi í þróun gervigreindarraftækja.
IBM er brautryðjandi í þróun gervigreindarraftækja. AFP

Banda­ríski raf­tækja­fram­leiðand­inn IBM er nú tal­inn hafa um­bylt gervi­greind raf­tækja, en með nýrri tækni hef­ur fyr­ir­tækið þróað vél­menni sem get­ur hlustað, ályktað og rök­rætt við fólk út frá safni upp­lýs­inga. Þetta kem­ur fram í frétt BBC um málið.

IBM kynnti vél­ina á dög­un­um og var starfs­manni fyr­ir­tæk­is­ins, Noa Ovadia, stillt upp gegn vél­inni í kapp­ræðum. Ovadia var ísra­elsk­ur rök­ræðumeist­ari árið 2016 og hóf störf hjá IBM fyr­ir nokkr­um mánuðum við þróun vél­ar­inn­ar.

Vél­in færði betri rök fyr­ir máli sínu

Vél­in sótti upp­lýs­ing­ar úr safni um hundrað millj­óna skráa, aðallega dag­blaðagrein­um og vís­inda­leg­um grein­um, til þess að mynda svar sitt við efni sem hún hafði ekki verið prófuð í fyr­ir­fram. Frammistaða vél­ar­inn­ar var að vísu ekki al­veg galla­laus, en áhorf­end­ur voru afar skýr­ir í niður­stöðu sinni um það hvor hefði staðið sig bet­ur, vél­in eða starfsmaður IBM. Áhorf­end­ur voru sam­mála um að mann­eskj­urn­ar hefðu skilað svör­um sín­um bet­ur, en að vél­in hefði fært betri rök fyr­ir máli sínu.

Niðurstaðan er í sam­ræmi við mark­mið vél­ar­inn­ar, að gera fólki kleift að taka ákv­arðanir hratt og á grund­velli fleiri gagna en hef­ur áður verið mögu­legt.

„Ég held að fyrr eða síðar, þegar vél­in mun geta gert það sem við ger­um, nema bet­ur, verði vél­in stór­kost­leg fyr­ir allt mann­kynið til þess að það geti tekið upp­lýst­ar ákv­arðanir. Fyr­ir upp­lýst­ar kosn­ing­ar, fyr­ir upp­lýst allt,“ sagði Ovadia.

Þýðing­ar­mikið skref

Vél­in rök­ræddi ann­ars veg­ar um það hvort auka ætti við op­in­bera styrki til geim­rann­sókna og hins veg­ar um það hvort fjár­festa ætti enn frek­ar í fjar­lækn­ing­um.

Þegar Ovadia færði rök fyr­ir því að frem­ur ætti að verja fjár­mun­um til þarfari verk­efna en geim­rann­sókna sagði vél­in á móti: „Það er auðvelt að segja að það séu mik­il­væg­ari hlut­ir til þess að verja fjár­mun­um í og ég rengi það ekki. Eng­inn held­ur því fram að það sé eina verk­efnið á út­gjaldal­ist­an­um, en það er ekki umræðuefnið. Þar sem niður­greiðsla á geim­rann­sókn­um myndi auðsjá­an­lega gagn­ast sam­fé­lag­inu, held ég því fram að þetta sé verk­efni sem rík­is­stjórn­in ætti að fylgja eft­ir.“

Pró­fess­or við Há­skól­ann í Dundee, Chris Reed, lýsti kynn­ing­unni á vél­inni sem til­komu­miklu tækni­verki. „Þetta er þýðing­ar­mikið skref fram á við. Það sem heillaði mig var sam­setn­ing skránna. Að geta tæklað eitt­hvað eins og rök­ræður er ekki svo auðvelt að gera með einu skoti. Þú þarft að geta leyst mörg vanda­mál og svo tekið öll vanda­mál­in sam­an í skipu­lagðri niður­stöðu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert