Gríðarleg aukning í notkun rafretta

Reykingar hafa dregist saman á undarnförnum árum á meðan notkun …
Reykingar hafa dregist saman á undarnförnum árum á meðan notkun rafretta sækir í sig veðrið. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Dag­leg notk­un rafretta hef­ur rúm­lega sex­fald­ast frá ár­inu 2015 á meðan notk­un á neftób­aki og síga­rett­um dregst sam­an. Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un land­lækn­is sem birt var í Talna­brunni embætt­is­ins.

Frá því að sama könn­un var tek­in árið 2012 hafa dag­leg­ar reyk­ing­ar á meðal full­orðna ein­stak­linga dreg­ist sam­an úr 14 pró­sent­um í tæp 9 pró­sent á þessu ári. Hlut­falls­lega fæst­ir reykja í ald­urs­hópn­um 18-24 ára en dag­leg­ar reyk­ing­ar eru al­geng­ast­ar á meðal kvenna á aldr­in­um 55-64 ára. Þá eru reyk­ing­ar al­geng­ari hjá þeim sem hafa lokið grunn­skóla­prófi en þeim sem hafa lokið fram­halds­skóla- og há­skóla­prófi.

Dag­leg notk­un á tób­aki í vör dregst sam­an hjá körl­um 18-24 ára á milli ára en rúm­lega þre­fald­ast í ald­urs­hópn­um 25-34 ára og er nú 22 pró­sent. Notk­un tób­aks í vör á milli kvenna er á bil­inu 2-3 pró­sent en var óveru­leg í fyrr könn­un­um. Notk­un tób­aks í nef á meðal karla er um 3 pró­sent og mun al­geng­ari á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu.

Árið 2015 notuðu um 1.700 manns rafrett­ur en í ár hef­ur þessi hóp­ur stækkað í 10.700 manns og mæl­ist því í um 5 pró­sent­um. Dag­leg notk­un rafretta á meðal ungs fólks und­ir 35 ára aldri mæld­ist ekki árið 2015 en er hins veg­ar núna orðin meiri en dag­leg­ar reyk­ing­ar hjá sama ald­urs­hópi.

Þátt­tak­end­ur í könn­un­inni, sem fram­kvæmd var af Gallup, voru tæp­lega 4.000 manns og var svar­hlut­fall 50 pró­sent.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert