Hitamet fallið um allan heim síðustu daga

Mynd sem sýnir hita á jörðinni 3. júlí.
Mynd sem sýnir hita á jörðinni 3. júlí. Mynd/Háskólinn í Maine

Á síðustu dög­um hef­ur hvert hita­metið fallið á fæt­ur öðru á norður­hveli jarðar. Aldrei hef­ur hit­inn mælst hærri á Írlandi, í Skotlandi og Kan­ada sem og á svæðum í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Í frétta­skýr­ingu um málið á vef Washingt­on Post er far­in hring­ferð um jörðina og hita­met í hverri heims­álfu til­tek­in.

Í Norður-Am­er­íku var t.d. hita­metið í Den­ver jafnað 28. júní en þá mæld­ist hit­inn rétt yfir 40 gráðum. Í Burlingt­on í Vermont var metið slegið en þar mæld­ist 15,5°C 2. júlí.

Í Montreal í Kan­ada var 147 ára hita­met slegið er hit­inn mæld­ist 36,6 gráður 2. júlí.

Í Evr­ópu var mjög heitt á Bret­lands­eyj­um, svo dæmi sé tekið. Í Skotlandi féllu hita­met, m.a. í Mot­herwell suðaust­ur af Glasgow en þar mæld­ist yfir 33 stiga hiti 28. júní. Sömu sögu er reynd­ar að segja frá Glasgow þar sem hit­inn fór í tæp­ar 32 gráður þann dag.

Í Asíu féll t.d. hita­met í Tbil­isi í Georgíu en þar fór hit­inn í 40,5 gráður  4. júlí sem er met frá upp­hafi mæl­inga. Þá féllu einnig hita­met víða í suður­hluta Rúss­lands. 

Í Mið-Aust­ur­lönd­um mæld­ust 42,6 gráður í Óman 28. júní. 

Síðustu fimmtán mánuði hafa hita­met auk þess fallið víða um heim m.a. í Pak­ist­an þar sem mæld­ist 50,2 stiga hiti í apríl. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert