Öruggast að drekka ekkert

Bjórinn er ekki góður í hófi.
Bjórinn er ekki góður í hófi. AFP

Hver ein­asti sopi af áfengi er skaðleg­ur, sam­kvæmt nýrri og um­fangs­mik­illi rann­sókn á skaðsemi áfeng­is. Í rann­sókn­inni, sem unn­in var af sér­fræðing­um hjá Washingt­on-há­skóla, er lagt til að fólk haldi sig al­farið frá neyslu áfeng­is.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni sem er birt í lækna­tíma­rit­inu Lancet eru dauðsföll 2,8 millj­óna árið 2016 rak­in til áfeng­isneyslu. Það ár var áfeng­isneysla ein helsta dánar­or­sök ein­stak­linga á aldr­in­um 15 til 49 ára, eða um 20% allra dauðsfalla.

Hingað til hef­ur því verið haldið fram að eitt til tvö glös af víni eða bjór á dag sé heilsu­sam­legt. Því er vísað á bug í rann­sókn­inni. „Niður­stöður okk­ar eru á þá leið að ör­ugg­ast er að drekka ekk­ert,“ kom fram í sam­an­tekt með rann­sókn­inni, þrátt fyr­ir að hóf­drykkja geti í ör­fá­um til­fell­um haft góð áhrif á hjartveika.

Grein­end­ur í Washingt­on-há­skóla rann­sökuðu áfeng­isneyslu og heilsu­far­leg vanda­mál tengd henni í 195 lönd­um frá 1990 til 2016. Notuð voru gögn úr 694 rann­sókn­um til að áætla hversu al­menn áfeng­isneysla var auk gagna úr öðrum 592 rann­sókn­um til að meta heil­brigðisáhætt­una tengda áfeng­isneyslu. Rann­sókn­irn­ar náðu til 28 millj­óna.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni drekk­ur einn af hverj­um þrem­ur í heim­in­um áfengi, eða 2,4 millj­arðar. Hlut­falls­lega drekka flest­ir í Dan­mörku eða 95,3% kvenna og 97,1% karla. Fæst­ir karl­ar drekka í Pak­ist­an, 0,8% og fæst­ar kon­ur í Bangla­dess, 0,3%. 

Aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, doktor Emm­anu­ela Gakidou, seg­ir að herða eigi regl­ur um sölu áfeng­is og að skatt­ar á því eigi að vera háir. „Það fylg­ir því mik­il heil­brigðisáhætta að neyta áfeng­is,“ seg­ir Gakidou.

Nán­ar má lesa um rann­sókn­ina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert