Donna Strickland hefur hlotið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, og er hún fyrsta konan til að hljóta verðlaunin í 55 ár. Strickland kemur frá Kanada og er aðeins þriðja konan sem hlýtur verðlaunin, en Marie Curie hlaut verðlaunin 1903 og Maria Goeppoert-Mayer hlaut þau 1963, eða fyrir 55 árum.
Strickland hlaut verðlaunin ásamt tveimur karlkyns kollegum sínum, hinum bandaríska Arthur Ashkin og Gerard Mourou frá Frakklandi.
Nóbelsverðlaunin hlutu þau fyrir störf sín á sviði leysiseðlisfræði (e. laser physics), en verðlaunaféð nemur alls níu milljónum sænskra króna, eða um 113 milljónum íslenskra króna.
BREAKING NEWS⁰The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the #NobelPrize in Physics 2018 “for groundbreaking inventions in the field of laser physics” with one half to Arthur Ashkin and the other half jointly to Gérard Mourou and Donna Strickland. pic.twitter.com/PK08SnUslK
— The Nobel Prize (@NobelPrize) 2 October 2018