Tæknin í baráttunni gegn ofbeldi

AFP

Heimur án ofbeldis var umræðuefni á ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir í gær, á fæðingardegi Mahatma Gandhi. Áhrif tækninnar voru meðal þess sem rætt var á ráðstefnunni og hvernig hún hefur nýst við að verja fólk gegn árásum.

Meðal ræðumanna var Gianpiero Lotito, stofnandi og forstjóri ítalska tæknifyrirtækisins Facility Live, en hann segir að tæknin hafi veitt heiminum tækifæri til að verjast ógnum. Svo sem í baráttunni við hryðjuverk, netárásir og hatursorðræðu. Á sama tíma skapar tæknin þessar ógnir. 

Hann segir að þessi málefni verði sífellt meira aðkallandi á tímum þar sem öfga-hugmyndafræði, ofbeldi, hryðjuverk og vopnuð átök eru daglegt brauð. Gianpiero hvetur til þess að Evrópa sameinist enn frekar í baráttunni fyrir heimi án ofbeldis þar sem samþætting tækni og friðar er mikilvæg. 

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, minntist Gandhi í gær.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, minntist Gandhi í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert