LED-lýsing getur haft áhrif á svefn

Sævar Helgi Bragason.
Sævar Helgi Bragason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sæv­ar Helgi Braga­son veit sitt­hvað um áhrif LED-lýs­ing­ar og seg­ir mik­il­vægt að velja per­ur sem gefi hlýja lýs­ingu. Hvaða áhrif hef­ur öll þessi lýs­ing og hvar er hana að finna?

Einu sinni unn­um við í takt við árstíðirn­ar og það þurfti að nota birt­una þegar hún gafst. Nú stunda börn æf­ing­ar á flóðlýst­um fót­bolta­völl­um og göngu­stíg­ar sem heim­ili eru vel upp­lýst. Gömlu glóper­urn­ar hafa verið bannaðar og nota flest­ir LED-per­ur sem eru orku­spar­andi og eru orðnar ódýr­ari en þegar þær komu fyrst fram. Mikið hef­ur verið rætt og skrifað um áhrif bláa ljóss­ins frá tölvu­skjá­um og sím­um en hvað með ljós­in heima hjá okk­ur? Sæv­ar Helgi hef­ur lesið sér heil­mikið til um áhrif lýs­ing­ar, m.a. því hann lang­ar að sjá sem mest af stjörnu­himn­in­um hvar sem hann er. Eitt af því sem hef­ur verið rann­sakað er áhrif blárr­ar birtu en hún trufl­ar svefn.

„Það hafa verið gerðar rann­sókn­ir í Har­vard sem dæmi, svo er banda­ríska lækna­fé­lagið að tala um þetta líka. Það er þessi bjarta bláa birta sem við not­um og kem­ur frá skjám og meira að segja stund­um þegar fólk er að setja upp LED-lýs­ing­ar heima eða jafn­vel úti við. Þá er oft ekki verið að velja þær per­ur sem gefa rétt lita­hita­stig sem gætu haft lít­il áhrif á lík­ams­klukk­una okk­ar og þar af leiðandi heilsu. Bláa birt­an get­ur raskað lík­ams­klukk­unni í klukku­tíma til þrjá í ein­hverj­um til­vik­um,“ seg­ir hann og ít­rek­ar mik­il­vægi þess að fólk noti ekki snjallsím­ana í að minnsta kosti klukku­tíma fyr­ir svefn og skoði þá ekki á nótt­unni.

„Ef fólk er að LED-væða heim­ili sitt ætla ég að vona að það velji per­ur sem gefa hlýja birtu frek­ar en kalda birtu. Það er þá sú birta sem hef­ur minni áhrif á heilsu okk­ar,“ seg­ir hann en per­ur sem eru 2.700 Kel­vin eða minna gefa frá sér gul­ari birtu.

„Í sum­um borg­um er­lend­is er verið að LED-væða og allt of blá­ar per­ur hafa verið vald­ar,“ út­skýr­ir hann en það er um­hugs­un­ar­efni.

Still­ing klukk­unn­ar er mála­miðlun

„Í umræðunni hljóm­ar oft eins og það sé bara sól­ar­gang­ur­inn og birt­an frá sól­inni sem stýri lík­ams­klukk­unni okk­ar þegar það er al­veg aug­ljóst að það er svo margt í okk­ar nú­tíma­sam­fé­lagi sem hef­ur áhrif á hana eins og koff­ínn­eysla að kvöldi til, ef við borðum of mikið of seint og að sjálf­sögðu þessi raf­lýs­ing sem var ekki hjá okk­ur hérna lengst af þann tíma sem við höf­um verið að þró­ast á jörðinni. Og þegar við notuðum lýs­ingu vor­um við að nota frek­ar rauðleita lýs­ingu frá eldi og olíu­lömp­um og ein­hverju slíku sem er allt annað. Fyr­ir mér hljóm­ar þetta eins og töfra­lausn, að við þurf­um bara að breyta klukk­unni og þá lag­ist allt hérna, skamm­deg­isþung­lyndi og fleira. Ég er ekki al­veg sann­færður um það,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

„Still­ing klukk­unn­ar er bara mála­miðlun. Það er ekki hægt að stilla hana ná­kvæm­lega eft­ir sól­ar­gangi því jörðin ferðast mis­hratt í kring­um sól­ina þannig að það verður alltaf sveifla sama hvað við ger­um,“ seg­ir hann og lang­ar að minn­ast á eitt skemmti­legt atriði að lok­um.

30 stund­ir í sól­ar­hringn­um!

„Jörðin er að hægja á snún­ingi sín­um út af sjáv­ar­föll­um sem koma til af tungl­inu; tunglið er að hægja á jörðinni, sem þýðir að dag­ur­inn er að lengj­ast. Eft­ir um 400 millj­ón­ir ára verða 26 klukku­stund­ir í ein­um sól­ar­hring og þá þarf nú held­ur bet­ur að breyta klukk­unni! Og sömu­leiðis eft­ir millj­arð ára, þá verða um 30 klukku­tím­ar í ein­um sól­ar­hring og þá þarf aft­ur að breyta klukk­unni.“

Viðtalið birt­ist í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina og er hluti af stærri um­fjöll­un um klukk­una.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka