Enn hlýnar á jörðinni

AFP

Árið 2018 var það fjórða hlýj­asta á jörðinni á tæp­lega 140 ára tíma­bili, sam­kvæmt nýj­um upp­lýs­ing­um frá NASA. Allt bend­ir til þess að hlýn­un jarðar haldi áfram og að á næstu fimm árum muni meðal­hit­inn hækka um meira en 1,5 gráður líkt og áður var talið. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í nýrri spá breskra veður­fræðinga en þeir benda á að ára­tug­ur­inn 2014-2023 sé sá hlýj­asti frá því um miðja nítj­ándu öld.

Gögn NASA sýna að fimm und­an­far­in ár hafa verið þau hlýj­ustu und­an­far­in 140 ár og að 18 síðustu ár séu meðal þeirra 19 heit­ustu. 

„Við töl­um ekki leng­ur um að hlýn­un jarðar sé eitt­hvað sem ger­ist í framtíðinni. Þetta er að ger­ast núna,“ seg­ir Gavin A. Schmidt, fram­kvæmda­stjóri Godd­ard Institu­te for Space Studies, hóps inn­an NASA sem vann rann­sókn­ina.

Frétt NYT

Frétt BBC

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert