Fólk loksins reiðubúið að hlusta

Sævar Helgi Bragason, umsjónarmaður Hvað höfum við gert?
Sævar Helgi Bragason, umsjónarmaður Hvað höfum við gert?

„Þess­ir þætt­ir fjalla um lofts­lags­mál frá eins mörg­um sjón­ar­horn­um og maður get­ur hugsað sér og viðfangs­efnið snert­ir okk­ur öll enda er plán­et­an okk­ar að breyt­ast hratt af okk­ar völd­um, mann­anna. Þá er ég að tala um þætti eins og breyt­ing­ar á veðurfari, súrn­un sjáv­ar, bráðnun jökla og plast­meng­un, svo fátt eitt sé nefnt.

Yf­ir­skrift þátt­anna er Hvað höf­um við gert? en gæti al­veg eins verið Hvað get­um við gert? vegna þess að auk þess að greina vand­ann horf­um við líka til lausna,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son, jarðfræðing­ur og um­sjón­ar­maður nýrra heim­ild­arþátta í tíu hlut­um, Hvað höf­um við gert?, sem hefja göngu sína á RÚV í kvöld, sunnu­dags­kvöld. 

Sæv­ar Helgi seg­ir mikla áskor­un blasa við mann­kyni vegna lofts­lags­breyt­inga á jörðinni.

„Við hefðum bet­ur hlustað á vís­ind­in fyr­ir þrjá­tíu til fjöru­tíu árum, þá væri þessi bar­átta ekki eins stremb­in og hún er í dag. Við höf­um unnið mikið tjón á vist­kerfi jarðar, oft og tíðum í þágu græðginn­ar. En betra er seint en aldrei og full ástæða til að fagna þeirri viðhorfs­breyt­ingu sem orðið hef­ur vítt og breitt um heim­inn á und­an­förn­um árum. Þess vegna koma þess­ir þætt­ir á hár­rétt­um tíma; fólk er loks­ins reiðubúið að hlusta og leggja sitt af mörk­um. Margt er að breyt­ast til batnaðar og næg­ir í því sam­bandi að nefna að dregið hef­ur jafnt og þétt úr brennslu jarðefna­eldsneyt­is. Það er til mik­ils að vinna svo gera megi lífið á jörðinni betra.“

Nán­ar er rætt við Sæv­ar í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert