Öðrum þætti í lokaseríu Game of Thrones-þáttanna var fyrir mistök hlaðið of snemma inn á streymisveitu Amazon Prime í Þýskalandi í gær. Þátturinn átti að fara í loftið í gærkvöldi en einhverjir gátu horft á hann nokkrum klukkustundum fyrr.
Talsmaður Amazon sagðist harma þau mistök sem hefðu átt sér stað.
Þættirnir njóta gríðarlega vinsælda og hafa aðdáendur beðið með öndina í hálsinum eftir síðustu þáttaröðinni.
Einhverjir netverjar birtu skjáskot og brot úr þættinum áður en allir gátu séð hann í gærkvöldi.
You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThrones pic.twitter.com/0mN08RFYvz
— Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019
Fyrsti þáttur lokaseríunnar birtist einnig of snemma á vefnum en þá gátu viðskiptavinir DirecTV Now séð þáttinn fjórum klukkustundum á undan öðrum. Yfirmenn HBO-sjónvarpsstöðvarinnar, sem framleiðir þættina, eru æfir yfir þessum mistökum.