Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur í fyrsta skipti skilgreint kulnun sem sjúkdóm en skilgreiningin (International Classification of Diseases, ICD) er mjög oft viðmið fyrir sjúkdómsskilgreiningar og sjúkratryggingar.
Talið er að þessi ákvörðun stofnunarinnar geti bundið enda á áratugalanga umræður sérfræðinga um hvort kulnun (burnout) sé sjúkdómur og afleiðing af álagi á vinnustöðum sem ekki hefur tekist að hafa stjórn á.
WHO segir að sjúkdómurinn eigi sér þrjár hliðar, til að mynda örmögnun, neikvæðar hugsanir og vanlíðan í starfi og minni fagleg afkastageta. Kulnun eigi við á ákveðnum sviðum en alls ekki öllum sviðum lífs viðkomandi.
Kulnun verður frá og með janúar 2022 á ICD lista WHO (ICD-11). Að auki verða nokkrir fíknisjúkdómar taldir þar með svo sem tölvuleikjafíkn og kynlífsfíkn. Aftur á móti verður trans/breytileiki á kynvitund ekki lengur talið sem geðröskun heldur þess í stað aðstæður tengda kynheilbrigði.