Prumpa hvalir og losa metan?

Vísindavefurinn segir að þrátt fyrir mikla líkamsstærð hvaldýranna sé ekkert …
Vísindavefurinn segir að þrátt fyrir mikla líkamsstærð hvaldýranna sé ekkert sem bendi sterklega til þess að gaslosun hvala hafi slæm áhrif á umhverfið, „enda sé fjöldi flestra hvalategunda langtum minni en fyrir upphaf hvalveiða. Mynd úr safni af hval á ferð í Eyjafirði. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Ekki er þekkt hversu mikið met­an hval­ir losa, þar sem ekki er sú að það er ekki hlaupið að því að rann­saka vind­gang þeirra þar sem dýr­in dvelja neðan­sjáv­ar stærsta hluta æv­inn­ar. Þetta kem­ur fram í svör­um Vís­inda­vefs­ins við fyr­ir­spurn um það hvort að hval­ir prumpi og hvort þeir losi þá mikið af me­tangasi sem valdi hlýn­un jarðar. Lík­leg­ar verði þó að telj­ast að skíðis­hval­ir losi met­an held­ur en tann­hval­ir.

Seg­ir í svar­inu að lang­flest spen­dýr og fjöl­mörg skriðdýr prumpi og ropi. „Prump og rop staf­ar af loft­teg­und­um sem safn­ast fyr­ir í melt­ing­ar­vegi dýra“ og af þeim gas­teg­und­um sem finn­ist í prumpi og ropi sé met­an áhrifa­mesta gróður­húsaloft­teg­und­in.

Grasbít­ar séu best þekkti hóp­ur­inn, sér­stak­lega jórtrandi bú­fénaður, sem los­ar mun meira af met­ani en kjötæt­ur þar sem plönt­urn­ar eru tor­melt­ar.

Til­heyra ætt­bálki klauf­dýra

Þar sem hval­dýr til­heyri ætt­bálki klauf­dýra og megi velta því fyr­ir sér hvort hval­ir losi met­an og hvort los­un­in sé mik­il eða lít­il. Seg­ir í svar­inu að áður en forfeður hvala héldu til sjáv­ar hafi þeir hins veg­ar verið farn­ir að nær­ast á dýr­um og höfðu að mestu sagt skilið við plöntuætu­lífs­stíl­inn, auk þess sem ólíkt ætt­ingj­um sín­um á landi nær­ist hval­ir fyrst og fremst á fiski og smá­um svif­læg­um krabba­dýr­um eins og átu.

Fisk­ur­inn sem hval­ir éti sé nokkuð auðmelt­an­leg­ur en það sama sé ekki hægt að segja um át­una sem hafi sterka kítínsk­urn. „Þeir hval­ir sem helst éta svif­læg krabba­dýr eru skíðis­hval­ir,“ seg­ir í svar­inu  og þá séu melt­ing­ar­kerfi hvala og jórt­ur­dýra nokkuð áþekk. Líkt og jórt­ur­dýr hafi hval­ir fjór­skipt­an maga og komið hafi í ljós að gerj­un eigi sér stað í formaga hvala líkt og hjá náfrænd­um þeirra. Þá hafi  rann­sókn­ir einnig sýnt að í formaga hvala sé að finna flokk­un­ar­fræðilega svipaða bakt­eríu­hópa og finn­ast í vömb jórt­ur­dýra.

„Gerla­flóra skíðis­hvala er þó mun áþekk­ari þeirri sem finnst í jórt­ur­dýr­um en gerla­flóra tann­hvala. Það bend­ir til að skíðis­hval­ir séu lík­legri til að losa meira magn af met­ani en tann­hval­ir,“ seg­ir í svar­inu.

Ekk­ert sem bend­ir til slæmra áhrifa á um­hverfið

Óvissa sé  engu að síður þó nokk­ur, en ljóst verði að telj­ast að skíðis­hval­ir séu mun lík­legri til að fram­leiða mikið met­an held­ur en tann­hval­irn­ir. „Lík­lega má rekja það til ólíkr­ar fæðu þar sem skíðis­hval­ir þurfa marg­ir að melta tor­melt­an­leg­ar kítínskelj­ar át­unn­ar, en til þess er gerj­un mik­il­væg, á meðan tann­hval­ir nær­ast mest­megn­is á auðmelt­an­legri fiski.“

Þrátt fyr­ir mikla lík­ams­stærð hval­dýr­anna sé hins veg­ar ekk­ert sem bendi sterk­lega til þess að gas­los­un hvala hafi slæm áhrif á um­hverfið, „enda er fjöldi flestra hvala­teg­unda langt­um minni en fyr­ir upp­haf hval­veiða. Fjöl­marg­ar dýra­teg­und­ir, bæði meðal skriðdýra og spen­dýra, losa mikið met­an sam­hliða melt­ingu fæðu sinn­ar. Sem dæmi losa krókó­díl­ar  og risasná­k­ar mikið af met­ani, einnig jarðsvín og maura­æt­ur. Því er ljóst að met­an­los­un er hluti af eðli­legri hringrás kol­efn­is á jörðinni. Lík­lega eru áhrif þess­ara met­an­los­andi dýra hverf­andi sam­an­borið við þá gríðarlegu los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem hlýst af naut­griparækt og jarðefna­eldsneyt­is­bruna flug­véla, bíla og verk­smiðja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert