Rafbílar losa 75-80% minna

Rafbílar losa 4-4,5 sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum við íslenskar aðstæður …
Rafbílar losa 4-4,5 sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum við íslenskar aðstæður en bensín- og díselbílar. Það er mýta að þeir séu síður umhverfisvænir, þeir eru margfalt umhverfisvænni. Aukna kolefnisfótsporið sem þeir mynda við framleiðslu jafnast út á rúmu ári af akstri.

Frá því að raf­bíll er fram­leidd­ur og þar til hann hef­ur verið keyrður 220 þúsund kíló­metra við ís­lensk­ar aðstæður los­ar hann 4-4,5 sinn­um minna af gróður­húsaloft­teg­und­um en jarðefna­eldsneytis­knú­inn bíll sem lif­ir ná­kvæm­lega sama lífi.

Kol­efn­is­fót­spor raf­bíla er meira rétt við fram­leiðslu bíls­ins vegna fót­spors raf­hlöðunn­ar sjálfr­ar, fram­leiðsla raf­bíls los­ar um 50% meiri gróður­húsaloft­teg­und­ir en bens­ín­bíls, en um leið og raf­bíll­inn er kom­inn á ferð jafn­ast það út og hann þýtur fram úr bens­ín­bíln­um.

Það er sem sagt tölu­vert um­hverf­i­s­vænna að keyra raf­bíl en ann­ars kon­ar bíl. Ekki síst í ljósi þess að ís­lensk raf­orka er mun um­hverf­i­s­vænni en víðast ann­ars staðar í heim­in­um. Ísland er kjör­lendi fyr­ir raf­bíla.

Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi …
Á graf­inu sést hvernig fót­spor bens­ín- og dísel­bíla fer stig­vax­andi en raf­bíl­ar sil­ast áfram línu­lega. Ljós­mynd/​Orka nátt­úr­unn­ar

Ný skýrsla sem Orka nátt­úr­unn­ar, ON, vann fyr­ir um­hverf­is­ráðuneytið sýn­ir þetta, að akst­ur raf­bíls á Íslandi er „mjög um­hverf­i­s­vænn“ kost­ur. Og hinu hef­ur verið haldið fram, ekki síst vegna um­rædds fót­spors raf­hlöðunn­ar sjálfr­ar, en mark­mið skýrsl­unn­ar var ein­mitt að kanna „hvort helstu mýt­ur um raf­bíla ættu við rök að styðjast,“ að sögn Berg­lind­ar Rán­ar Ólafs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra ON, sem seg­ir þetta í til­kynn­ingu.

„Niður­stöður skýrsl­unn­ar taka af all­an vafa um að raf­bíl­ar eru mjög um­hverf­i­s­vænn kost­ur hér á Íslandi,“ seg­ir Berg­lind.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra tekur við skýrslunni á …
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is- og auðlindaráðherra tek­ur við skýrsl­unni á rafkubbi, eins og um­hverf­is­ráðherra sæm­ir. Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar, læt­ur kubb­inn af hendi eft­ir um árs vinnu að skýrslu um raf­bíla. Ljós­mynd/​Orka nátt­úr­unn­ar

Í skýrsl­unni seg­ir að eft­ir því sem kraf­an um minni los­un gróður­húsaloft­teg­unda varð há­vær­ari hafi einnig vaknað spurn­ing­ar um hve um­hverf­i­s­væn­ir raf­bíl­ar eru í raun og veru. Þess­um spurn­ing­um er að ein­hverju leyti svarað með þess­ari nýju rann­sókn, það er, niðurstaðan sýn­ir að jarðefna­eldsneytis­knún­ir bíl­ar losa marg­falt meiri gróður­húsaloft­teg­und­ir en raf­bíl­ar.

Hrein raf­orka ætti að vera nýtt í raf­bíla

Næst­um því 100% raf­magns á Íslandi er unnið úr end­ur­nýj­an­legri orku. Það ger­ir los­un­ar­hlut­fall raf­bíls­ins hér á landi marg­falt lægra en ann­ars staðar, því ann­ars staðar þarf að not­ast við raf­orku sem var fram­leidd við mun verri aðstæður, til dæm­is með kol­um.

Töl­urn­ar eru slá­andi yfir það hve mörg grömm af kolt­ví­sýr­ingi raf­bíll los­ar á hverja fram­leidda kílówatt­stund miðað við raf­bíla í öðrum lönd­um. Á meðan raf­bíll á Íslandi los­ar 9,3g/​CO2 eq/​kWst los­ar meðalraf­bíll inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins 276g/​CO2 eq./​kWst. Raf­bíll sem keyr­ir aðeins á raf­magni unnu úr kol­um los­ar 980g/​CO2 eq./​kWst.

Framleiðslan losar meira, en aksturinn losar miklum mun minna.
Fram­leiðslan los­ar meira, en akst­ur­inn los­ar mikl­um mun minna. Ljós­mynd/​Orka nátt­úr­unn­ar

Þetta þýðir að hér á landi eru raf­bíl­arn­ir mun sneggri að vinna bug á for­gjöf­inni sem jarðefna­eldsneyt­is­bíl­ar hafa að upp­lagi. Raf­orkan hér er það um­hverf­i­s­væn að bíl­arn­ir eru á um einu og hálfu ári bún­ir að jafna út auknu los­un­ina á fram­leiðslu­stig­inu. Jafn­vel ef um er að ræða stór­ar raf­hlöður (85 kW) tek­ur það aðeins um 4-5 ár.

Meðal Íslend­ing­ur keyr­ir um 15.000 kíló­metra á ári sam­kvæmt Fé­lagi ís­lenskra bif­reiðaeig­enda og það get­ur tekið raf­bíl­söku­mann um 18.000 kíló­metra að jafna út los­un­ina á fram­leiðslu­stig­inu.

„Ef gert er ráð fyr­ir 200.000 km lífs­tíma fyr­ir raf­bíl ann­ars veg­ar og bens­ín- og dísel­bíla hins veg­ar (200.000 km var að meðaltali áætlaður líf­tími raf­bíl­anna í þeim rann­sókn­um sem skoðaðar voru) má áætla að það að keyra raf­bíl á Íslandi leiði til 75-80% minni los­un­ar á gróður­húsaloft­teg­und­um,“ seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert