Óttast áhrif hitabylgju á Grænlandsjökul

Bráðnun Grænlandsjökuls, líkt og sjá má merki um á þessari …
Bráðnun Grænlandsjökuls, líkt og sjá má merki um á þessari mynd, gæti verið afdrifarík fyrir loftslag heimsins. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Hita­bylgj­an sem geng­ur yfir Evr­ópu virðist nú vera á leið í átt að Græn­landi. Norska rík­is­út­varpið NRK seg­ir þetta vekja áhyggj­ur sér­fræðinga Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (WMO) sem ótt­ist að ís­inn í Græn­lands­jökli bráðni þá enn hraðar en áður.

„Veður­straum­arn­ir í and­rúms­loft­inu gera það að verk­um að hlýja loftið hreyf­ir sig nú í átt að Græn­landi og það er áhyggju­efni,“ hef­ur Reu­ters frétta­veit­an eft­ir Clare Nul­les, talskonu WMO.

Heita loftið á upp­runa sinn í Norður-Afr­íku og hef­ur á ferð sinni um Evr­ópu orðið til þess að fjöldi hita­meta hafa fallið und­an­farna daga. Hafa met jafn­vel verið sleg­in dag eft­ir dag. Í Par­ís mæld­ist hit­inn á fimmtu­dag 42,5°C og í belg­íska bæn­um Begijn­endijk féll hita­met á fimmtu­dag, þriðja dag­inn í röð og mæld­ist hit­inn þá 41,8°C. Í Ber­gen í Nor­egi féll hita­met borg­ar­inn­ar þris­var í dag með skömmu milli­bili.

Ekki sleg­in held­ur rústað

Seg­ir Null­is það „hreint ótrú­legt“ hvernig hita­met í Evr­ópu hafa verið sleg­in jafn­vel um tvær, þrjár og fjór­ar gráður og bæt­ir við að aukna tíðni hita­bylgja og ákafa þeirra megi skrifa á lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völd­um.

„Það sem við höf­um séð núna er að hita­met eru ekki bara sleg­in, þeim er rústað,“ seg­ir Null­is.

Þegar hita­bylgj­an kem­ur yfir Græn­land, líkt og bú­ist er við að hún geri í næstu viku þá verður hita­stigið á aust­ur­strönd Græn­lands helm­ingi hærra en venju­lega, að því er fram kem­ur á vef norsku veður­stof­unn­ar YR.

„Það leiðir til hærra hita­stigs og þar með auk­inn­ar bráðnun­ar á ís­hell­unni yfir Græn­landi,“ út­skýr­ir Null­is. Íshell­an þekur um 80% af Græn­landi og hef­ur byggst upp yfir nokk­ur þúsund ára tíma­bil. Íshell­an er um 1.500 metra þykk að meðaltali, en nær þó á nokkr­um stöðum yfir 3.000 metra þykkt.

Færi svo að ís­hell­an í heild sinni bráðnaði myndi það þýða að yf­ir­borð sjáv­ar hækkaði um 7,2 metra.

Löngu fyr­ir komu hita­bylgj­unn­ar mátti sjá að Græn­lands­jök­ull bráðnaði hraðar en venju­lega þetta sum­ar. Null­is sýn­ir mæl­ing­ar frá dönsku Pol­ar Portal stofn­unn­inni sem fylg­ist með dag­leg­um breyt­ing­um á ís­hell­unni.

„Bara nú í júlí hafa 160 millj­arðar tonna horfið fyr­ir til­stilli yf­ir­borðsbráðnun­ar. Það sam­svar­ar 64 millj­ón­um sund­lauga í ólymp­ískri stærð. Það er bara í júlí. Og það er bara yf­ir­borðsbráðnun­in og tek­ur ekki til bráðnun­ar á ís í haf­inu,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert