Rafhlöðusmiðir fá Nóbelsverðlaun í efnafræði

John Goodenough frá Bandaríkjunum, Stanley Whittingham frá Bretlandi og Akira Yoshino frá Japan deila með sér Nóbelsverðlaunum í efnafræði í ár, en þetta var tilkynnt í Stokkhólmi fyrir skemmstu. Þeir fá verðlaunin fyrir þróun litínjónarafhlaðna (e. lithium-ion batteries), sem eru nú í nær í öllum hlaðanlegum raftækjum.

„Þessi létta, endurhlaðanlega og öfluga rafhlaða er nú notuð í allt frá farsímum til fartölva og rafmagnsbíla,“ segir í umsögn verðlaunanefndarinnar, sem sagði að einnig að uppgötvun litínjónarafhlöðunnar, sem gæti vistað mikið magn orku frá sólar- og vindorkuframleiðslu, gerði það mögulegt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.

Af Vísindavefnum: Hvernig virka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aftur?

Elstur allra

Goodenough er 97 ára gamall og er elsti maðurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun. Hann hrifsar þann titil af Arthur Ashkin, sem var heiðraður fyrir uppgötvanir sínar innan eðlisfræði í fyrra, þá 96 ára gamall.

Þremenningarnir hljóta verðlaunin fyrir þróun litínjónarafhlaðna, öflugra, léttra og endurhlaðanlegra …
Þremenningarnir hljóta verðlaunin fyrir þróun litínjónarafhlaðna, öflugra, léttra og endurhlaðanlegra rafhlaðna sem eru nú í nær öllum endurhlaðanlegum raftækjum. AFP
Frá blaðamannafundinum í Stokkhólmi í morgun.
Frá blaðamannafundinum í Stokkhólmi í morgun. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka