Umfangsmikil skógrækt gæti skaðað vistkerfið

Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í líffræði við líf- og umhverfisvísindadeild …
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í líffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. mbl.is/Þorsteinn

Ef farið verður út í um­fangs­mikla skóg­rækt líkt og lagt er upp með í aðgerðaáætl­un stjórn­valda í loft­lags­mál­um, sem samþykkt var í fyrra, sam­kvæmt áætl­un Skóg­rækt­ar­inn­ar gæti það haft mik­il áhrif á vist­kerfi lands­ins, dregið úr sjón­rænni og vist­fræðilegri fjöl­breytni lands­ins og haft gríðarleg áhrif á lands­lagið. Þetta seg­ir Þóra Ell­en Þór­halls­dótt­ir, pró­fess­or í líf­fræði við líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Íslands. Hún gagn­rýn­ir jafn­framt Skóg­rækt­ina fyr­ir að ýta und­ir dreif­ingu trjáa sem flokkuð eru sem ágeng­ar teg­und­ir víða er­lend­is og tel­ur rétt­ara að unnið verði með end­ur­heimt vot­lend­is.

Þetta var meðal þess sem kom fram á líf­fræðiráðstefn­unni á föstu­dag­inn á mál­stofu um hvað aðgerðaáætl­un­in þýði fyr­ir ís­lensk þurr­lendis­vist­kerfi. Var nokkuð sam­merkt meðal þeirra líf­fræðinga sem héldu fram­sögu að þótt þeir væru al­mennt ánægðir með aðgerðaáætl­un­ina var lít­il ánægja með hug­mynd­ir Skóg­rækt­ar­inn­ar.

Tek­ur til stórs hluta lands­ins

Þóra ræddi við blaðamann mbl.is eft­ir fund­inn og sagði að þegar áform um ný­skóg­ar­rækt væru skoðuð kæmi í ljós að þau væru gríðarlega stór­tæk og myndu hafa um­fangs­mik­il áhrif. Í dag telja skóg­ar um 2 þúsund fer­kíló­metra á Íslandi, en sam­kvæmt út­gefnu riti Skóg­rækt­ar­inn­ar um stefnu á 21. öld­inni er stefnt að því að skóg­ar verði 12 þúsund fer­kíló­metr­ar. Var meðal ann­ars vísað til orða skóg­rækt­ar­stjóra eft­ir að aðgerðaáætl­un­in var kynnt þar sem hann sagði að hægt væri að tvö- til þre­falda ný­skóga­rækt með þeim auknu fjár­mun­um sem hef­ur verið lofað í verk­efnið.

Í er­indi Ólafs K. Niel­sen, vist­fræðings hjá Nátt­úru­vís­inda­stofu Íslands, á sömu mál­stofu kom meðal ann­ars fram að mark­mið Skóg­rækt­ar­inn­ar myndi þýða að koma ætti upp skógi í 42% af öll­um út­haga á land­inu.

Um­deild tré í for­gangi í skóg­rækt

Þóra sagði í fyr­ir­lestri sín­um að Skóg­rækt­in hefði und­an­farna ára­tugi að mestu plantað inn­flutt­um trjá­teg­und­um sem væru marg­ar hverj­ar flokkaðar sem ágeng­ar er­lend­is. Í tengsl­um við ágeng­ar plöntu­teg­und­ir er lík­lega lúpín­an þekkt­ust, en Þóra beindi spjót­um sín­um aðallega að inn­flutt­um barr­trjám eins og lerki, stafaf­uru og sitka­greni auk ala­ska­asp­ar sem er lauf­tré.

Sagði hún að Skóg­rækt­in hefði staðið fyr­ir víðtæk­um stór­kv­arða breyt­ing­um með víðáttu­mikl­um barr­trjáaplantekr­um. Þetta væri að finna víða um land og sagði hún að með þessu breytt­ist lands­lagið úr því að vera „með fín­gert mynstur, marga ólík­ar teg­und­ir bletta sem eru ólík­ir í lag­inu og mis­stór­ir og ólík­ir á lit­inn þar sem mis­há­vaxn­ar plönt­ur eru ríkj­andi yfir í að að það verður bara ein ríkj­andi teg­und“.

Stafafuran hefur víða verið skilgreind sem ágeng tegund, en ekki …
Stafaf­ur­an hef­ur víða verið skil­greind sem ágeng teg­und, en ekki hér á landi. Ljós­mynd/ Axel Krist­ins­son

Í fyr­ir­lestr­in­um tók hún tvö dæmi um svæði sem þessi út frá ný­legu vist­gerðarkorti Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands. Benti hún á að tvær gerðir gróðurs skæru sig oft út. Í fyrsta lagi væri það lúpín­an og tók hún dæmi af fjög­urra fer­kíló­metra svæði þar sem lúpín­an var ríkj­andi á helm­ingi korts­ins. Hins veg­ar voru 16 mis­mun­andi vist­gerðir ríkj­andi á hinum hluta korts­ins með þessu fín­gerða ólíka mynstri, „sem mynd­ar eins kon­ar mósaík“ að sögn Þóru. Þá séu á öðrum stöðum stór­ir blett­ir þakt­ir barr­skógi, en lítið annað nái að vera þar ríkj­andi. „Þarna verða til eins­leit svæði,“ seg­ir hún.

„Þetta hef­ur gríðarleg áhrif á lands­lagið“

„Þetta hef­ur gríðarleg áhrif á lands­lagið,“ seg­ir Þóra og bæt­ir við að bæði þurfi að rann­saka mögu­leg áhrif bet­ur sem og að taka umræðu um þá stór­tæku breyt­ingu sem boðuð sé. „Það er ekki hægt að fara í þetta áður en búið er að greina heild­arávinn­ing og -kostnað fyr­ir um­hverfið,“ seg­ir hún.

Vís­ar hún til þess að stór­ar barr­trjáaplantekr­ur séu í raun mjög lokað lands­lag. „Þú sérð mjög lítið, það er sára­lít­il dýpt og víðsýni hverf­ur. Það er mjög dimmt og lít­ill botn­gróður,“ and­stætt við þá flóru sem hingað til hef­ur verið ráðandi hér á landi. Seg­ir hún nauðsyn­legt að kanna hvað fólki finn­ist al­mennt um að lands­lag­inu sé breytt svona mikið, enda sé lands­lagið stór þátt­ur í um­hverfi fólks og hluti af lífs­gæðum þess.

Seg­ir viðhorf Skóg­rækt­ar­inn­ar á skjön við viðtekna skoðun

Á fund­in­um kom fram að stafaf­ur­an og sitka­greni séu bæði skil­greind í nokkr­um ná­granna­lönd­um okk­ar sem ágeng­ar teg­und­ir. Hér á landi hef­ur það hins veg­ar ekki verið gert og telj­ast teg­und­irn­ar því sem full­gild­ar teg­und­ir til þessa að nota án þess að fara gegn alþjóðlegu sam­komu­lagi um líf­fræðilega fjöl­breytni, þar sem meðal ann­ars er tekið á ágeng­um og fram­andi teg­und­um. Ekki hafi þótt kom­in nægj­an­leg reynsla á þess­ar teg­und­ir til að taka ákvörðun um þær síðast þegar list­inn yfir ágeng­ar plönt­ur var upp­færður. Gagn­rýn­ir Þóra að ekki sé horft til reynslu annarra landa og brunn­ur­inn byrgður áður en fallið sé ofan í hann.

Víða er byrjað að fylla upp í skurði og endurheimta …
Víða er byrjað að fylla upp í skurði og end­ur­heimta þannig vot­lendi með til­heyr­andi bind­ingu kol­efn­is. Ljós­mynd/​Bergþór Magnús­son

Þóra seg­ir að Skóg­rækt­in hafi talað fyr­ir því að halda áfram með þess­ar teg­und­ir og meðal ann­ars svarað því til það sé ekk­ert til sem heiti ágeng­ar plöntu­teg­und­ir. „Þá hef­ur því verið haldið fram að það séu eng­in vís­inda­leg rök fyr­ir því að ágeng­ar plöntu­teg­und­ir hafi nei­kvæð áhrif á vist­kerfið eða hafi valdið út­dauða annarra teg­unda,“ seg­ir hún og bæt­ir við: „Ég held að viðhorf þeirra [Skóg­rækt­ar­inn­ar] sé á skjön við það sem al­mennt er viðtekið í vís­inda­sam­fé­lag­inu í dag.“

Tel­ur meiri sátt nást um end­ur­heimt vot­lend­is

Í stað þess að fara í stór­tæka skóg­rækt seg­ir Þóra að betra væri að horfa til end­ur­heimt­ar vot­lend­is. „Við náum mörg­um mjög já­kvæðum um­hverf­is­mark­miðum þannig strax og bind­ing­in byrj­ar strax þegar búið er að moka ofan í skurði, meðan bind­ing skóga er leng­ur að fara af stað.“ Þá seg­ir hún bind­ingu í vot­lendi halda áfram yfir lengra tíma­bil meðan bind­ing í skóg­um nái jafn­vægi. „Ég held að það verði meiri sátt um það held­ur en ný­skóg­rækt­ina,“ seg­ir Þóra að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert